Theódóra Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. október 2020 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. október 2020 kl. 16:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Theódóra Óskarsdóttir.

Theódóra Óskarsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja fæddist 12. október 1933 á Eskifirði og lést 29. júní 2014.
Foreldrar hennar voru Óskar Valberg Guðbrandsson sjómaður, f. 17. júní 1900 í Tjarnarhúsi á Seltjarnarnesi, d. 13. desember 1963, og Guðbjörg Bentína Benediktsdóttir frá Benediktshúsi á Eskifirði, ráðskona, húsfreyja, f. 14. apríl 1902, d. 28. júlí 1975.

Theódóra var með foreldrum sínum í æsku, í Benediktshúsi á Eskifirði 1940 og 1948.
Þau Haukur voru saman á Eskifirði 1951, síðar lá leiðin til Keflavíkur þar sem þau bjuggu á árunum 1953-1960.
Þau fluttu til Eskifjarðar 1960 og til Eyja 1963, eignuðust fimm börn.
Þau bjuggu á Flötum 16 1972, en síðast á Vestmannabraut 56b.
Haukur lést 1991.
Theodóra bjó síðast í Sólhlíð 19d. Hún lést 2014.

I. Maður Theódóru var Haukur Guðmundsson verkstjóri, f. 25. október 1929, d. 3. september 1991.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Ósk Hauksdóttir verkakona, öryrki, f. 11. október 1951 á Eskifirði, bjó síðast á Kirkjubæjarbraut 16, d. 2. júlí 2009.
2. Guðný Stella Hauksdóttir verkakona, söngvaskáld, verkalýðsbaráttukona, f. 17. nóvember 1953 í Keflavík, síðast á Áshamri 38a, d. 17. janúar 2015.
3. Ólöf Hauksdóttir verkakona, f. 29. ágúst 1955 í Keflavík. Maður hennar Ægir Sigurjónsson. Þau búa á Hásteinsvegi 4.
4. Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík. Fyrrum sambýliskona Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans er Sigríður Högnadóttir. Þau búa í Helgafelli.
5. Arilíus Smári Hauksson sjómaður, f. 8. september 1971 í Eyjum. Kona hans Ólöf Una Ólafsdóttir. Þau búa á Akranesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.