Guðmundur Högnason (Vatnsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. október 2020 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. október 2020 kl. 15:03 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðmundur Högnason


Guðmundur.

Guðmundur Högnason fæddist 10. maí 1908 og lést 18. apríl 1982. Foreldrar hans voru Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir.

Guðmundur bjó ásamt fjölskyldu í húsinu Vatnsdal og var jafnan kenndur við það. Systkini Guðmunds voru Sigurður, Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Haukur, Elín Esther og Hilmir. Guðmundur kom í miðið, milli Hildar og Hauks.

Guðmundur á bílnum sínum.

Guðmundur var bílstjóri og átti forláta Dodge-pallbíl sem hann notaði mikið við alls konar útréttingar á Heimaey.

Guðmundur var síðasti ábúandi í Vatnsdal en húsið fór undir hraun í gosinu 1973. Þar bjó hann ásamt Ingibjörgu (Imbu í Vatnsdal), ekkju bróður síns Sigurðar.