Anna Jóhanna Oddgeirs

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. október 2020 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. október 2020 kl. 19:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Anna Jóhanna og Friðrik Ágúst.

Anna Jóhanna Oddgeirs frá Þorlaugargerði, húsfreyja, sjúkraliði fæddist 30. október 1932 á Sandi við Strandveg.
Móðir hennar var Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1890 að Ofanleiti, d. 15. febrúar 1945 á Vífilsstöðum, en foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Fóstursystkini Önnu voru Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Þorlaugargerði og Sigurgeir Jónsson kennari og blaðamaður.

Anna var með móður sinni á Sandi, í Litla-Hvammi, og síðan á Rauðafelli, (Vestmannabraut 58 B), en móðir hennar lést af berklum á Vífilsstöðum 1945.
Anna fór í fóstur til Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur og Jóns GuðjónssonarEyjarhólum í janúar 1943 og síðan í Þorlaugargerði þar sem hún bjó uns hún fór að búa með Friðriki Ágústi.
Þau byggður húsið að Grænuhlíð 7, fluttu inn 1958 og bjuggu þar til Goss 1973. Þá fluttust þau fljótlega að Keilufelli 10 og bjuggu þar og þar býr Anna ennþá.
Anna ól fjögur börn 1953-1962.
Friðrik Ágúst lést 2014.
Anna var í Iðnskólanum í Eyjum og Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði, lauk sjúkraliðanámi 1979 og vann við ýmsar sjúkrastofnanir, Borgarspítalann 1979-1988. Grensásdeild, Læknastöðina í Glæsibæ, Fæðingarheimili Reykjavíkur og að síðustu í Seljahlíð og hætti sjúkraliðastörfum 71 árs.

Maður hennar, (6. júní 1953), var Friðrik Ágúst Hjörleifsson frá Skálholti, sjómaður, útgerðarmaður í Eyjum, sendibílstjóri í Reykjavík, f. 16. nóvember 1930, d. 7. október 2014.
Börn þeirra:
1. Auróra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, umboðsmaður, f. 18. apríl 1953 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar er Bjarni Sighvatsson skrifstofumaður, f. 19. júlí 1947 á Aðalbóli, ættaður þaðan.
2. Þóra Margrét Friðriksdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 14. febrúar 1955 að Hásteinsvegi 7, d. 26. febrúar 1998. Maður hennar var Heiðar Ágúst Borgþórsson vélstjóri, f. 3. apríl 1952, ættaður frá Kiðjabergi og Stóra-Hvammi.
3. Hjörleifur Arnar Friðriksson, f. 5. júlí 1956 að Landgötu 22, d. 13. september 1956.
4. Hjörleifur Arnar Friðriksson sjómaður í Eyjum, f. 2. mars 1958 í Eyjum. Sambýliskona hans er Auðbjörg Sigurþórsdóttir frá Eskifirði, f. þar 29. nóvember 1960.
5. Jón Rúnar Friðriksson sjómaður í Reykjavík, f. 17. júlí 1960 í Eyjum.
6. Friðrik Þór Friðriksson sjómaður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1962 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Anna Jóhanna Oddgeirs.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.