Svala Jónsdóttir (Engey)
Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, síðast í Reykjavík fæddist 3. febrúar 1926 og lést 13. mars 1990.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson verkamaður í Engey, f. 14. júní 1887 á Krókatúni í Hvolhreppi, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885 í Ysta-Koti í Landeyjum, d. 22. september 1972.
Börn Jóns og Sigríðar:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.
Svala var með foreldrum sínum í æsku. Hún ól andvana barn 1945. Þau Runólfur giftu sig 1948 og bjuggu í Engey við Faxastíg 23. Þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu í Faxaskjóli 14 um skeið, eignuðust fjögur börn. Þau skildu 1969.
Svala bjó síðast á Austurbrún 6. Hún lést 1990.
Barn hennar:
1. Andvana drengur, f. 25. desember 1945 á Faxastíg 23.
II. Maður Svölu, (6. júní 1948, skildu), var Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923, d. 19. maí 2008.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Ómar Runólfsson, f. 23. desember 1947. Kona hans Auður Eiríksdóttir.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1949. Maður hennar Sigurður Rafn Jóhannsson.
3. Dagmar Svala Runólfsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1952. Maður hennar Guðjón Sigurbergsson.
4. Kristín Helga Runólfsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1955. Sambýlismaður hennar Ari Tryggvason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.