Helena Björg Guðmundsdóttir (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2020 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2020 kl. 15:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Helena Björg Guðmundsdóttir (Landlyst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Helena Björg Guðmundsdóttir (Baddý) frá Landlyst húsfreyja, skrifstofumaður fæddist þar 4. maí 1936.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 8. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975, og kona hans Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.

Börn Þórhildar og Guðmundar í Landlyst:
1. Guðrún Jónína Guðmundsdóttir, f. 17. apríl 1932 í Víðidal, d. 6. september 1989. Maður hennar Olgeir Jónas Jóhannsson.
2. Halldóra Guðmundsdóttir, f. 29. nóvember 1934, d. 2. júní 2009. Maður hennar Sigtryggur Helgason.
3. Helena Björg Guðmundsdóttir, f. 4. maí 1936 í Landlyst. Maður hennar Arnar Sigurðsson.
4. Konráð Guðmundsson, f. 30. desember 1938, d. 14. nóvember 2016. Kona hans Elín Guðbjörg Leósdóttir.
5. Sesselja Guðmundsdóttir, f. 8. ágúst 1940 í Landlyst, d. 9. janúar 1987. Maður hennar Reynald Jónsson.
6. Guðmundur Lárus Guðmundsson, f. 1. september 1942 í Landlyst, d. 24. október 2016. Kona hans Stefanía Snævarr.
7. Guðni Þórarinn Guðmundsson, f. 6. október 1948 í Landlyst, d. 13. ágúst 2000. Kona hans Elín Heiðberg Lýðsdóttir.

Helena Björg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk þriðja bekkjar gagnræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1953.
Helena Björg var skrifstofumaður hjá Helga Benediktssyni.
Þau Arnar giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Sólvöllum á Hellissandi 1956, byggðu húsið að Bakkastíg 29 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur í ágúst 1968. Þar bjuggu þau á Háaleitisbraut 51.
Helena Björg hefur verið sjúklingur og dvalið á Hrafnistu í Reykjavík síðustu tvö árin, en Arnar býr enn á Háaleitisbrautinni.

I. Maður Helenu Bjargar, (25. desember 1956 að Ofanleiti), er Arnar Sigurðsson, (Addi Sandari), sjómaður, stýrimaður, múrari, f. 15. nóvember 1931 í Keflavík við Hellissand á Snæfellsnesi.
Börn þeirra:
1. Guðrún Arnarsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. mars 1956. Maður hennar Magnús Kristjánsson.
2. Þór Arnarsson viðskiptafræðingur, grunnskólakennari, ökukennari, f. 18. janúar 1962. Kona hans Saksithan Chobkayan Arnarsson ættuð frá Thailandi.
3. Arndís Arnarsdóttir markaðsfræðingur, lögfræðistúdent, starfsmannastjóri, f. 20. september 1968 í Reykjavík. Ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.