Ólafur Sveinsson (Flötum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 17:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ólafur Sveinsson (Flötum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Ragnar Sveinsson verkamaður, bifreiðastjóri, sjóveitustjóri, heilbrigðisfulltrúi fæddist 25. ágúst 1903 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rang. og lést 2. maí 1970.
Foreldrar hans voru Margrét Þorsteinsdóttir síðar húsfreyja, f. 24. september 1876, d. 8. nóvember 1952, og barnsfaðir hennar Sveinn Jónsson frá Sauðhústúni í Fljótshlíð, verkamaður, sjómaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1885, d. 11. febrúar 1957.
Fósturfaðir Ólafs var fyrri maður Margrétar Sigurður Ólafsson sjómaður, f. 11. desember 1879, d. 18. nóvember 1918.

Ólafur var með móður sinni og fylgdi henni og Sigurði Ólafssyni frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum til Eyja 1907.
Hann var með þeim í Garðbæ 1910, á Rafnseyri 1920.
Ólafur var sjóveitustjóri, síðar var hann einnig bifreiðastjóri á sjúkrabifreiðinni og heilbrigðisfulltrúi bæjarins.
Þau Ragnheiður giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári. Þau bjuggu í fyrstu í Laufási, voru komin að Oddeyri, Flötum 14 1930 og þar bjuggu þau síðan.
Þau eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið á öðru ári þess.
Ólafur lést 1970 og Kristjana Ragnheiður 1982.

I. Kona Ólafs Ragnars, (8. október 1924), var Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja á Oddeyri, f. 12. janúar 1906 á Múla, d. 6. september 1982.
Börn þeirra:
1. Helga Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1925 í Laufási, d. 11. apríl 1997.
2. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, leikari, f. 12. júní 1931 á Oddeyri á Flötum, d. 24. mars 2011.
3. Kristín Ólafsdóttir, f. 17. febrúar 1935 á Oddeyri á Flötum, d. 5. júlí 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.