Ómar Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. október 2019 kl. 16:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ómar Haraldsson''' sjómaður, vélfræðingur, yfirvélstjóri fæddist 14. október 1946 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Haraldur Haraldsson (Sandi)|Haraldur Ágúst Ha...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Haraldsson sjómaður, vélfræðingur, yfirvélstjóri fæddist 14. október 1946 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Haraldur Ágúst Haraldsson frá Sandi, járnsmíðameistari, rennismiður, f. I. 27. október 1919, d. 16. október 1984, og kona hans Vigdís Hannesdóttir frá Hvoli, f. 27. október 1919, d. 28. maí 2006.

Börn Vigdísar og Haraldar Ágústs:
1. Þráinn Haraldsson verkamaður, að síðustu starfsmaður á olíupalli við Noreg, f. 22. febrúar 1940 á Hvoli, d. 2. nóvember 1986. Kona hans var Guðný Guðjónsdóttir húsfreyja, saumakona.
2. Hannes Haraldur Haraldsson mælingamaður í Kópavogi, starfaði hjá Landsvirkjun í um 40 ár, f. 9. maí 1942. Kona hans var Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1942, d. 30. apríl 2016.
3. Ómar Haraldsson vélfræðingur, nú á Skagaströnd, f. 14. október 1946. Kona hans er Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1946.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1951. Maður hennar er Tómas Kristinsson kjötiðnaðarmaður, f. 28. nóvember 1950.
5. Barn dáið nýfætt.
6. Barn dáið í fæðingu.

Ómar var með foreldrum sínum.
Hann fór fyrst til sjós 13 ára, lærði rennismíði í Héðni, varð sveinn 1967 og fór þá í Vélskólann í Reykjavík, fluttist til Eyja 1969.
Ómar var vélstjóri í Eyjum fram að Gosi.
Hann lauk vélstjóranáminu 1975, fór þá að Reykhólum og vann þar við Þörungavinnsluna til 1983, fluttist þá að Hellu, þar sem hann vann við uppbyggingu Kjötvinnslu Suðurlands og vann við hana um skeið.
Þá fluttist hann til Skagastrandar og svo til Eyja 1989. Þar var hann vélstjóri á bátum, m.a. á Hugin VE til 1995, síðan á togurum til 1997.
Hann vann síðan hjá Samskipum, á Arnarfelli og Helgafelli til 2001, er hann varð yfirvélstjóri á Herjólfi 2001-2008.
Ómar var vélstjóri á Axel í Sandgerði til 2011 við flutninga á refafóðri, vann síðan við vélstjórn til 2015, er hann flutti frá Eyjum til Kópavogs og bjó þar í 11 mánuði, en þá fluttust hjónin til Skagastrandar og búa þar síðan.
Þau Ásthildur Gréta giftu sig 1970, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 1, síðan í í Stafholti, Víðisvegi 7 B fram að Gosi. Við endurkomu 1989 bjuggu þau á Hólagötu 27 og Foldahrauni 42, en á Búhamri 41 frá 1994.
Þau fluttu úr bænum 2015.

I. Kona Ómars, (9. janúar 1970), er Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir frá Bíldudal, húsfreyja, f. 15. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Ágúst Óðinn Ómarsson skipstjóri á Drangey SK1, f. 21. september 1969. Maki hans er Sigríður Ólína Ásgeirsdóttir.
2. Vigdís Ósk Ómarsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, f. 29. ágúst 1971. Maki hennar er Hjörtur Sævar Guðmundsson.
3. Sigrún Alda Ómarsdóttir húsfreyja, kaupmaður, MA í menningarstjórnun. Hún rekur eigin verslun á Skólavegi 6, f. 12.maí 1976, gift Sveini Ásgeirssyni stýrimanni.
4. Gunnar Tryggvi Ómarsson stýrimaður, f. 27. desember 1978.
5. Ásthildur Tinna Ómarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 24.maí 1981, býr í Danmörku. Maður hennar er Paw Petersen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Ómar og Ásthildur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigrún Alda.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.