Theodór Guðjónsson (skólastjóri)
Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri fæddist 5. apríl 1931 í Dalbæ, Vestmannabraut 9.
Foreldrar hans voru Guðjón Guðlaugsson sjómaður, vélstjóri, smiður, bóndi, f. 3. september 1901 í Mundakoti á Eyrarbakka, d. 18. janúar 1958, og síðari kona hans Margrét Hróbjartsdóttir, húsfreyja, f. 15. september 1910 á Kúfhóli í A-Landeyjum, d. 30. september 2002.
Börn Margrétar og Guðjóns:
1. Theódór Guðjónsson kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi, síðan skólastjóri barna- og unglingaskólans á Stokkseyri, f. 5. apríl 1931 í Dalbæ.
2. Þuríður Selma Guðjónsdóttir hjúkrunarforstjóri Sjúkrahússins í Eyjum, f. 6. júlí 1933 í Háagarði.
3. Guðrún Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður, f. 21. júní 1946 í Gvendarhúsi.
4. Hallfríður Erla Guðjónsdóttir skólastjóri, f. 24. maí 1952.
Theodór var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Dalbæ, Háagarði og Sigtúni, í Gvendarhúsi frá 1939.
Hann tók gagnfræðapróf í Gagnfræðaskólanum 1947, kennarapróf 1952, sat kennaranámskeið í Danmörku 1957.
Theodór nam við Tækniskóla Íslands 1967-1968, varð stúdent 1968, nam landafræði og jarðfræði við Háskóla Íslands 1969-1970.
Hann var kennari við Híðardalsskóla í Ölfusi frá 1952-1967, stundakennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1967-1968, kennari við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1968-1970, í Kumbaravogi á Stokkseyri 1970-1971, skólastjóri við Grunnskólann á Stokkseyri frá 1971 til starfsloka.
Theodór hélt fjölskylduheimili ásamt konu sinni að Kumbaravogi með 10 börnum 1970-1974.
Hann var formaður Áfengisvarnanefndar Stokkseyrarhrepps frá 1971, í stjórn áfengisvarnanefnda Árnessýslu frá 1972, í stjórn Krabbameinsfélags Árnessýslu frá 1977, og endurskoðandi Stokkseyrarhrepps 1974-1978.
Þau Esther giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn og fóstruðu tvö börn.
Kona Theodórs, (24. maí 1952), er Esther Jónsdóttir húsfreyja, kennari, forstöðukona, f. 25. október 1930 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Jón Ásbjörn Jónsson, sjómaður, skipstjóri, netagerðarmaður, f. 30. september 1892, d. 18. júní 1956, og kona hans Jónheiður Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1893, d. 8. júlí 1996.
Börn þeirra:
1. Guðjón Elvar Theodórsson læknir, forstjóri í Noregi, f. 18. mars 1953 í Reykjavík. Fyrri kona Ingrid Elise Norheim. Síðari kona Anette Theodórsson.
2. Margrét Theodórsdóttir Bruvik, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri í Noregi, f. 17. júlí 1955. Maður hennar Glenn Bruvik.
3. Jónheiður Theodórsdóttir húsfreyja, bjó um skeið í Eyjum, bókari í Reykjavík, f. 11. júní 1957. Maður hennar, skildu, er Ómar Torfason.
4. Helgi Rúnar Theodórsson tölvufræðingur hjá Reiknistofu bankanna, f. 18. ágúst 1975. Sambýliskona hans Marianne Jensdóttir.
Fósturbörn:
5. Kristinn Ágúst Sigurlaugsson verkamaður, refa- og minkaskytta á Stokkseyri, f. 13. apríl 1967, ókv.
6. Sólrún Ósk Sigurlaugsdóttir húsfreyja í Sönderborg í Danmörku, stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands, f. 9. júlí 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Theodór.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.