Jónheiður Guðbrandsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónheiður Guðbrandsdóttir.

Jónheiður Guðbrandsdóttir frá Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borgarfirði, húsfreyja fæddist 13. febrúar 1893 og lést 8. júlí 1996.
Foreldrar hennar voru Guðbrandur Guðmundsson sjómaður, söðlasmiður, bóndi á Kleppjárnsreykjum, f. 20. júní 1860, d. 9. september 1923, og kona hans Guðrún Jónatansdóttir frá Hofdölum í Skagafirði, húsfreyja, f. 6. maí 1867, d. 2. október 1927.

Jónheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Jón Ásbjörn giftu sig 1913, eignuðust fimm börn. Þau voru húsfólk á Bergi á Akranesi 1913-1914 og í Hjarðarnesi 1914-1915.
Þau fluttust til Reykjavíkur og bjuggu þar 1915-1934, er þau fluttu til Eyja.
Þau bjuggu á Reynifelli við Kirkjuveg 66, fluttu til Reykjavíkur 1948 og bjuggu þar síðan.
Jón Ásbjörn lést 1956 og Jónheiður 1996.

I. Maður Jónheiðar, (16. nóvember 1913), var Jón Ásbjörn Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, netagerðarmaður, f. 30. september 1892, d. 18. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmaður, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970. Kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir.
2. Adolf Guðni Jónsson garðyrkjumaður í Hveragerði og Danmörku, f. 11. október 1918, d. 20. mars 2018. Kona hans Gurli Jónsson.
3. Guðbrandur Reykdal Jónsson netagerðarmeistari, f. 11. október 1918, d. 23. september 2010. Kona hans Sesselja Fanný Guðmundsdóttir.
4. Esther Jónsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, forstöðukona, f. 25. október 1930. Maður hennar Theodór Guðjónsson frá Gvendarhúsi, skólastjóri.
5. Kristrún Jónsdóttir fóstra, f. 5. mars 1933.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.