Selma Guðjónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þuríður Selma Guðjónsdóttir.

Þuríður Selma Guðjónsdóttir frá Gvendarhúsi, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri fæddist 6. júlí 1933 í Háagarði.
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðlaugsson sjómaður, vélstjóri, smiður, bóndi, f. 3. september 1901í Mundakoti á Eyrarbakka, d. 18. janúar 1958, og síðari kona hans Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1910 á Kúfhóli í A-Landeyjum, d. 30. september 2002.

Börn Margrétar og Guðjóns:
1. Theódór Guðjónsson kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi, síðar skólastjóri barna- og unglingaskólans á Stokkseyri, f. 5. apríl 1931 í Dalbæ.
2. Þuríður Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur Sjúkrahússins í Eyjum, f. 6. júlí 1933 í Háagarði.
3. Guðrún Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður, f. 21. júní 1946 í Gvendarhúsi.
4. Hallfríður Erla Guðjónsdóttir skólastjóri, f. 24. maí 1952.

Selma var með foreldrum sínum í æsku, í Háagarði 1933, í Sigtúni 1934 og síðan í Gvendarhúsi frá 1939.
Selma lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1951, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1956.
Hún vann við Sjúkrahúsið í Eyjum 14. maí 1956 til 14. júní 1958, við Beckenham Hospital í Kent á Englandi í sex mánuði 1958, lauk framhaldsnámi í hand- og lyflæknishjúkrun við National Health Service (N.H.S.) í Bretlandi í mars 1979.
Selma var yfirhjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum frá 1. janúar 1959 til 1. febrúar 1973, var hjúkrunarfræðingur við lyflæknisdeild Landspítalans 1. febrúar 1973 til 31. mars 1974, á skurðdeild Borgarspítalans apríl-maí 1974, á gjörgæsludeild í júní 1974.
Selma var hjúkrunarforstjóri sjúkrahússins í Eyjum frá 1. júni 1974.
Hún sat í stjórn Vestmannaeyjadeildar hjúkrunarfélags Íslands , í stjórn Deildar hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra innan Hjúkrunarfélagsins 1973-1985.
Þau Engilbert giftu sig 1962, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bröttugötu 12.
Engilbert lést 2013.
Selma býr nú á Kleifahrauni 4a.


I. Maður Þuríðar Selmu, (20. janúar 1962), var Engilbert Halldórsson netagerðarmeistari, verkstjóri, f. 16. maí 1930 í Hjálmholti, d. 16. janúar 2013.
Börn þeirra:
1. Guðjón Grétar Engilbertsson bíltæknifræðingur, framkvæmdastjóri GEVerk sf. á Selfossi, f. 1. ágúst 1963. Kona hans Berglind Bergsveinsdóttir.
2. Halldór Örn Engilbertsson viðskiptafræðingur, MSc-markaðsfræðingur, háskólakennari í Osló, f. 10. september 1975. Kona hans er Monette Indahl.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.