Margrét Hróbjartsdóttir (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Hróbjartsdóttir.

Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi fæddist 15. september 1910 og lést 30. september 2002.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur Guðlaugsson bóndi í Kúfhól í A-Landeyjum og formaður við Sandinn, síðar í Landlyst, f. 28. júlí 1876, d. 9. janúar 1958, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927.

Börn Guðrúnar og Hróbjarts voru:
1. Guðmundur Hróbjartsson skósmiður, f. 6. ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975.
2. Guðlaugur Hróbjartsson vinnumaður, f. 24. febrúar 1908, d. 10. október 1983.
3. Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002.
Hálfsystir þeirra, sammædd, var
2. Jónína Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1893, d. 10. maí 1919.

Margrét fluttist til Eyja 1920 og var með foreldrum sínum í Svaðkoti á því ári, en þau fluttust í Landlyst 1921.
Margrét giftist Guðjóni 1930 bjó með honum í Dalbæ, (Vestmannabraut 9) 1931 í Háagarði 1933.
Þau keyptu íbúð í Sigtúni og bjuggu þar 1934 og uns þau komust að Gvendarhúsi 1939. Þar bjuggu þau meðan báðum entist líf og Margrét bjó þar uns flugvöllurinn gekk á býlið. Hún bjó hjá Selmu á Bröttugötu 12 1972.
Guðjón lést 1963 og Margrét 2002.

Maður Margrétar, (10. október 1930), var Guðjón Guðlaugsson vélstjóri, smiður og bóndi, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
Börn þeirra:
1. Theódór Guðjónsson kennari við Hlíðardalsskóla í Ölfusi, síðan skólastjóri barna- og unglingaskólans á Stokkseyri, f. 5. apríl 1931 í Dalbæ.
2. Þuríður Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur Sjúkrahússins í Eyjum, f. 6. júlí 1933 í Háagarði.
3. Guðrún Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja og skrifstofumaður, f. 21. júní 1946 í Gvendarhúsi.
4. Hallfríður Erla Guðjónsdóttir skólastjóri á Álftanesi, f. 24. maí 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Theodór Guðjónsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.