Valgerður Oddný Ágústsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Valgerður Oddný Ágústsdóttir. '''Valgerður Oddný Ágústsdóttir''' frá Húsadal, húsfreyja fæddi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Valgerður Oddný Ágústsdóttir.

Valgerður Oddný Ágústsdóttir frá Húsadal, húsfreyja fæddist þar 22. apríl 1924 og lést 7. júlí 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Valgerður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Reykjavíkur 16 ára.
Þau Vilhjálmur giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn.
Valgerður Oddný vann við símaþjónustu á Sendibílastöðinni, hjá bifreiðastöð Steindórs, í Nesti og Landsbankanum.
Hún var einn af stofnendum Al-anon samtakanna 1972 og starfaði þar síðan.
Vilhjálmur lést 1993. Valgerður dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 2012.

I. Maður Valgerðar Oddnýjar, (28. október 1943), var Vilhjálmur Pálsson bifreiðastjóri, f. 28. júlí 1922, d. 5. nóvember 1993. Foreldrar hans voru Páll Ingvi Níelsson frá Laxholti á Mýrum, f. 24. nóvember 1879, d. 5. ágúst 1934, og Elín Guðrún Þorsteinsdóttir frá Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, f. 16. júlí 1881, d. 9. október 1971.
Börn þeirra:
1. Inga Indíana Svala Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1943. Maður hennar er Páll Trausti Jörundsson.
2. Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 20. júní 1947. Maður hennar er Sigmundur Smári Stefánsson.
3. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hárskeri, f. 6. janúar 1953, d. 11. október 2011. Kona hans var Ásta Lovísa Leifsdóttir. Sambúðarkona hans var Guðríður Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.