Ágústa Ágústsdóttir (Húsadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. desember 2018 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Margrét Ágústa Ágústsdóttir. '''Margrét ''Ágústa'' Ágústsdóttir''' frá Húsadal, húsfreyja fæddist 1...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Ágústa Ágústsdóttir.

Margrét Ágústa Ágústsdóttir frá Húsadal, húsfreyja fæddist 15. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi og lést 11. júlí 2008 á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
3. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Ágústa var með foreldrum sínum á Ormsvelli 1920, fluttist með þeim til Eyja 1922.
Hún var með þeim á Sólbrekku 1922 og síðan í Húsadal.
Hún fluttist til Reykjavíkur, bjó um skeið með Axel, en þau slitu samvistir. Eftir það var hún ráðskona, m.a. hjá Reykjavíkurborg. Hún bjó á Leifsgötu 10 til 2006, er hún fluttist á Dvalarheimilið Grund í Reykjavík. Þar lést hún 2008, jörðuð í Eyjum.

I. Sambýlismaður Ágústu var Axel Rögnvaldsson frá Hólum í Hjaltadal, járnsmiður, bifreiðastjóri, f. 7. okt. 1918, d. 24. okt. 2006. Þau slitu samvistir barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.