Ritverk Árna Árnasonar/Sigurjón Sigurðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. nóvember 2018 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2018 kl. 12:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurjón Sigurðsson.

Kynning.

Sigurjón Sigurðsson formaður, fiskimatsmaður og fisksali frá Brekkuhúsi fæddist 6. mars 1890 og lést 8. júní 1959.
Foreldrar hans voru Sigurður Sveinbjörnsson, f. 25. júní 1865, d. 11. júní 1933, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 20. janúar 1863, d. 3. júní 1956.

Sigurjón hóf sjómennsku 14 ára. Hann var skipstjóri á ýmsum bátum frá 1911 og jafnframt útgerðarmaður um skeið.
Hann hætti sjómennsku 1944 eftir farsælan feril.
Síðari árin var hann fiskimatsmaður og fisksali.

Sigurjón var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans, (16. október 1910), var Kristín Óladóttir húsfreyja, f. 17. mars 1889, d. 1. september 1975. Þau skildu.
Börn Sigurjóns og Kristínar voru:
1. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1910 í Brekkuhúsi, d. 24. júní 1971, gift Boga Ólafssyni skipstjóra, f. 1. nóvember 1910, d. 1. janúar 2003, ættaður frá Hofsstöðum í Mýrasýslu.
2. Sigurður Óli Sigurjónsson skipstjóri, f. 24. janúar 1912 á Kirkjulandi, d. 16. júní 1981. Kona hans var Jóhanna Kristín Helgadóttir, f. 9. október 1915 í Eyjum, d. 7. október 2000.
4. Aðalheiður, dó þriggja ára.
5. Jóhanna Sigurjónsdóttir húafreyja, kaupkona, f. 21. ágúst 1915 á Mosfelli, d. 28. mars 1989, gift Sigurði Guðmundssyni frá Núpi undir Eyjafjöllum, f. 12. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1992.
6. Ragnhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1918 í Gvendarhúsi, d. 4. júlí 2009, gift Sigurði Eyjólfssyni prentara í Reykjavík.
7. Drengur, tvíburi við Ragnhildi, fæddist og dó sama dag.
8. Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1923 í Pálshúsum, gift Elíasi Gunnlaugssyni skipstjóra, f. 22. febrúar 1922.
9. Aðalheiður Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1926 á Þingeyri, gift: 1) Antoni Jónssyni smið, f. 4. febrúar 1924, d. 18. janúar 2009. Þau skildu, 2) Gísla Ólafssyni.

II. Síðari kona Sigurjóns, (10. ágúst 1935), var Ingibjörg Högnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1904, d. 3. september 1991.
Börn Sigurjóns og Ingibjargar:
10. Sigurjón Sigurjónsson, f. 12. maí 1932, fórst í flugslysi 31. júlí 1951.
11. Marta Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1936.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sigurjón er í hærra lagi, ljóshærður, vel þrekinn og liðlega vaxinn, vel sterkur, snar og léttur í hreyfingum. Hann er kátur og skemmtilegur í viðræðum, en heldur til baka gagnvart fjöldanum.
Veiðimaður er hann ágætur, einn af þeim stóru seinni tíðar veiðimönnum og hefir verið í flestum úteyjum hér og á Heimalandi við alls konar bjargveiði og getið sér hinn besta orðstír. Hann hefir verið við fuglaveiðar frá barnæsku og oft skilað 6-800 stk. dagafla af lunda í hinum ýmsu úteyjum.
Sigurjón er sagður nokkuð geðstór og ráðull, og hefir það ef til vill spillt almennum vinsældum hans meðal úteyjafélaga hans á ýmsum tímum.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Sigurjón Sigurðsson.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.