Emil Magnússon (Sjónarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2017 kl. 19:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Emil Sigurður Magnússon''' frá Sjónarhól, vélstjóri fæddist þar 23. september 1923 í París og lést 16. apríl 2008.<br> Foreldrar hans voru Magn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Emil Sigurður Magnússon frá Sjónarhól, vélstjóri fæddist þar 23. september 1923 í París og lést 16. apríl 2008.
Foreldrar hans voru Magnús Jóhannesson skipstjóri, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987, og kona hans Jónína Kristín Sveinsdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1899, d. 9. júlí 1973.

Börn Magnúsar og Jónínu voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920, d. 17. apríl 1981.
2. Adólf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.

Emil var með foreldrum sínum í æsku, var verkamaður framan af ævi.
Hann öðlaðist vélstjóraréttindi og var sjómaður og vélstjóri árum saman. Einnig gekk hann í Stýrimannaskólann og fékk skipstjórnarréttindi.
Emil varð verkstjóri við fiskiðnað og við afgreiðslu Herjólfs, en varð að hætta störfum þar vegna vinnuslyss. Að síðustu vann hann við Áhaldahús Vestmannaeyjabæjar og náði þar starfslokaaldri.
Þau Kristín giftu sig 1948, bjuggu á Heiði, að síðustu í Hátúni 8, eignuðust eitt barn, kjörbarn.
Kristín lést 1995 og Emil 2008.

I. Kona Emils, (6. júní 1948), var Kristín Helga Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1925 í Bifröst, d. 21. ágúst 1995.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Magnús Svavar Emilsson sjómaður, f. 23. ágúst 1953, d. 25. nóvember 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.