Kristín Helga Hjálmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Helga Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona fæddist 11. mars 1925 í Bifröst og lést 21. ágúst 1995.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Jónsson frá Dölum, f. 5. júní 1899 í Bólstað í Mýrdal, d. 25. júlí 1968, og kona hans Guðbjörg Einara Helgadóttir húsfreyja, f. 16. október 1898 Gili í Fljótum í Skagafirði, d. 23. júní 1958.

Börn Hjálmars og Guðbjargar:
1. Þorgerður, f. 14. janúar 1921, d. 28. maí 2004.
2. Jón Gunnsteinsson, f. 30. desember 1922, d. 31. ágúst 2014.
3. Kristín Helga, f. 11. mars 1925, d. 21. ágúst 1995.
4. Svava, f. 16. ágúst 1929, d. 16. janúar 1988.
5. Sveinbjörn, f. 11. september 1931.
6. Jakobína, f. 2. nóvember 1932.
Barn Hjálmars fyrir hjónaband; með Þórunni Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Fíflholts-Vesturhjáleigu, f. 28. apríl 1888, d. 24. nóvember 1972:
7. Markús Hjálmarsson, f. 27. desember 1918, d. 18. október 2010.

Kristín Helga ólst upp með foreldrum sínum, var með þeim í Bifröst 1925, á Reynivöllum 1927 og 1934, í Vestra-Stakkagerði 1940 og í Bragga á Urðum 1945.
Kristín stundaði verkakvennastörf.
Þau Emil giftu sig 1948 og bjuggu á Heiði, að síðustu í Hátúni 8, eignuðust eitt kjörbarn.

I. Maður Kristínar Helgu, (6. júní 1948), var Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, f. 23. september 1923, d. 16. apríl 2008.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Magnús Svavar Emilsson sjómaður, f. 23. ágúst 1953, d. 25. nóvember 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.