Helga Þorsteinsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. desember 2017 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. desember 2017 kl. 11:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Helga Þorsteinsdóttir.
Börn hjónanna Þorbjörns og Helgu.
Aftari röð frá vinstri: 1. Leifur, 2. Þórný Unnur, 3. Engilbert.
Fremri röð frá vinstri: 1. Ingi, 2. Björn.

Guðleif Helga Þorsteinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 22. september 1898 og lést 28. júlí 1975.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, bóndi í Háagarði, f. 16. október 1859, d. 31. desember 1939, og kona hans Ingibjörg Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1863, d. 28. júlí 1939.

Helga var með foreldrum sínum í æsku.
Hún giftist Þorbirni 1918, en þau voru þá bæði í Háagarði.
Þau fengu byggingu fyrir Austasta-Hlaðbæ, (Suðurbæjarjörðinni) á Kirkjubæ 1919, keyptu byggingar af Sigurlaugu Guðmundsdóttur, síðar í Miðgarði, ekkju Ísleifs Guðnasonar, og bjuggu þar síðan fram að Gosi.
Í byggingarbréfi segir, að jörðin fóðri eina kú og einn hest. Þá fengust 35 hestar af heyi af jörðinni.
Hjónin ræktuðu allt úthlutað land, að mestu í túnasléttur, en allmikið í grænmetisgarða. Einnig ræktuðu þau stór svæði sunnan Helgafells. Þau ráku stórbú, höfðu um 40 gripi á gjöf, er yfir lauk, og öfluðu 1200 hesta af heyi.
Þetta voru mestu jarðræktarframkvæmdir í Eyjum.
Ingi sonur þeirra og Unnur dóttir þeirra voru þeim stoð og stytta í búskapnum um árabil.
Hjónin misstu hús og land undir hraun 1973 og urðu að farga öllum bústofni sínum.
Helga og Þorbjörn voru einkar barngóð. Fjöldi barna heimsótti þau í heyskapinn og skepnuhirðinguna á sumrum og fengu bestu móttökur og atlæti.
Við Gos fluttust hjónin til Lands.
Þorbjörn lést 1974 og Helga 1976.

ctr
Helga Þorsteinsdóttir.


ctr


Kirkjubæir í Vestmannaeyjum. Íbúðar- og útihús hjónanna Helgu og Þorbjörns sjást á miðri myndinni, sem var tekin árið 1969.


Maður Helgu, (21. desember 1918), var Þorbjörn Guðjónsson útgerðarmaður, bátsformaður, bóndi, bæjarfulltrui og félagsmálafrömuður á Kirkjubæ, f. 6. október 1891, d. 23. nóvember 1974.
Börn þeirra:
1. Þórný Unnur Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1919, d. 10. október 1990.
2. Leifur Þorbjörnsson bókbindari, f. 21. mars 1921, d. 12. apríl 2000.
3. Engilbert Þorbjörnsson bifreiðastjóri, f. 4. júlí 1923, d. 31. október 1998.
4. Björn Þorbjörnsson húsgagnabólstrari, f. 17. apríl 1929, d. 29. apríl 2014.
5. Ingi Þorbjörnsson verkamaður, f. 21. janúar 1931.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.