Laufey Guðjónsdóttir (Höfn)
Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Strandbergi, síðar í Höfn,
húsfreyja í Grindavík fæddist 12. apríl 1912 á Strandbergi og lést 26. júlí 1982.
Foreldrar hennar voru Guðjón Júlíus Guðjónsson frá Sjólyst, útvegsbóndi, sjómaður, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 6. júlí 1884 í Sjólyst, d. 26. september 1952, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Strandbergi, f. 21. febrúar 1887 í Miklabæjarsókn í Skagafirði, d. 2. febrúar 1919 í Eyjum.
Börn Guðjóns og Guðbjargar voru:
1. Magnús Guðjón Guðjónsson rakarameistari í Keflavík, f. 31. desember 1907 í Sjólyst, d. 24. júní 1956 í Arlington í Bandaríkjunum.
2. Svava Jónfríður Guðjónsdóttir, f. 26. ágúst 1909 á Bergi 2 (síðar Strandberg), d. 18. febrúar 1911 á Strandbergi.
3. Svava Guðjónsdóttir húsfreyja í Stafnsnesi, f. 8. febrúar 1911 á Strandbergi, síðast í Reykjavík, d. 10. nóvember 1991.
4. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 12. apríl 1912 á Strandbergi, d. 26. júlí 1982.
5. Jóhann Óskar Guðjónsson verkamaður á Suðurnesjum, f. 19. september 1913 á Strandbergi, d. 5. mars 1992.
Barnsmóðir Guðjóns var Arndís Jónsdóttir lausakonu, var síðar ógift prjónakona í Reykjavík, f. 15. apríl 1882, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra:
6. Beta Einarína Guðjónsdóttir, f. 11. september 1920 í Eyjum, d. 5. apríl 1965.
Laufey ólst upp frá fimm ára aldri á Miðhúsum og síðan í Höfn hjá frænda sínum Tómasi í Höfn og konum hans, Hjörtrós Hannesdóttur og síðan Sigríði Magnúsdóttur.
Hún var þar 1930, en farin 1934.
Hún giftist til Grindavíkur, Einari Dagbjartssyni, bjó þar og eignaðist fjögur börn.
Einar lést 1981 og Laufey 1982.
I. Maður Laufeyjar var Einar Dagbjartsson frá Ásgarði í Grindavík, f. 24. júní 1917, d. 21. febrúar 1981.
Börn þeirra:
1. Dagbjartur Garðar Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður, forstjóri, f. 26. júní 1936, d. 18. október 2017. Kona hans er Birna Óladóttir úr Grímsey, f. 12. júlí 1941.
2. Kolbrún Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, f. 3.
október 1943. Maður hennar var Vilmundur Sigurður Vilmundarson frá Norðfirði, f. 12. maí 1941, d. 22. mars 2008.
3. Guðjón Einarsson skipstjóri í Grindavík, f. 11. apríl 1947. Kona hans er Elínborg Ingvarsdóttir frá Skagaströnd, húsfreyja, matráðskona, f. 17. apríl 1950.
4. Halldór Einarsson starfsmaður Sorpu, f. 15. apríl 1951. Kona hans er Sigurlaug Sigurðardóttir úr Grímsnesi, f. 27. maí 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elínborg Ingvarsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.