Ritverk Árna Árnasonar/Leifur Ársælsson (Fögrubrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. september 2017 kl. 16:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. september 2017 kl. 16:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit


Leifur Ársælsson.

Kynning.

Leifur Ársælsson útgerðarmaður og verslunarstjóri frá Fögrubrekku fæddist 10. júlí 1931 og lést 16. september 2017.
Foreldrar hans voru Ársæll Sveinsson útgerðarmaður og kaupmaður, f. 31. desember 1893, d. 14. apríl 1969 og kona hans Laufey Sigurðardóttir húsfreyja, f. 2. september 1895, d. 16. ágúst 1962.

Leifur lauk verslunarskólaprófi 1952. Hann vann við útgerð föður síns og verslun, hóf eigin útgerð 1975 með rekstri Ísleifs VE-63 í félagi við Kára Birgi Sigurðssyni og Gunnari Jónssyni og síðar með Gunnari. Þeir seldu bátinn Vinnslustöðinni 2003.

Kona Leifs, (24. júní 1953), var Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1931, d. 27. ágúst 2017.
Börn Leifs og Guðnýjar:
1. Guðrún Birna Leifsdóttir húsfreyja og starfsmaður í Hraunbúðum, f. 9. maí 1951. Maður hennar er Bjarni Guðjón Samúelsson húsasmiður, f. 8. apríl 1950.
2. Leifur Ársæll Leifsson húsasmiður, f. 8. febrúar 1955, d. 7. ágúst 2013. Kona hans var Jóna Björgvinsdóttir húsfreyja og skrifstofustjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, f. 7. nóvember 1957.
3. Elín Laufey Leifsdóttir húsfreyja og leiðbeinandi í Hraunbúðum, f. 12. apríl 1958. Maður hennar er Jóhannes Óskar Grettisson húsasmiður, f. 27. mars 1958.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Leifur er meðalmaður á hæð og rúmlega það, en mjög þrekinn og feitur vel. Hann er vel styrkur og liðugur, enda vel þjálfaður frá íþróttum, t.d knattspyrnu. Hann er mjög ljóshærður, nærri hvíthærður og hrokkinhærður, kátur og skemmtilegur í félagsskap, hýr og vinhlýr. Hefir og getið sér hið besta orð í lífi úteyjamanna sem duglegur og þolinn við verk og veiðar, síkátur og brosandi og kemur öllum í gott skap.
Hann er ekki gamall í veiðilistinni, en eftir tilburðum hans að dæma, verður hann eflaust góður veiðimaður. Hann slær fast og kröftuglega upp háfnum, hefir of mikið fyrir honum, og brýtur nokkuð af veiðitækjum sínum. En þetta virðast vissulega byrjunargallar, sem hverfa með æfingunni. Já, hann er kátur hann Leifur, prýðis úteyjafélagi og drengur hinn besti, sem hann á ættir til. Sæti hans er vel skipað í úteyjum.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.