Guðný Guðnadóttir (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 20:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2016 kl. 20:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Guðnadóttir''' frá Garðhúsum, húsfreyja í Reykjavík fæddist 10. janúar 1890 í Garðhúsum og lést 1. október 1978.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðni Þ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Guðnadóttir frá Garðhúsum, húsfreyja í Reykjavík fæddist 10. janúar 1890 í Garðhúsum og lést 1. október 1978.
Foreldrar hennar voru Guðni Þórðarson bóndi á Ljótarstöðum og tómthúsmaður í Eyjum, f. 7. júní 1854, d. 18. júlí 1910, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, f. 2. marz 1862, d. 27. apríl 1943.

Börn Guðna og Guðrúnar voru:
1. Þorkell Guðnason, f. 28. október 1885, d. 29. október 1885.
2. Árni Guðnason, f. 5. janúar 1888 í Götu, d. 11. maí 1892.
3. Guðný Guðnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. janúar 1890 í Garðhúsum, d. 1. október 1978.
4. Þórður Guðnason skólastjóri í Hafnarfirði, f. 12. mars 1892 í Garðhúsum, d. 1. júní 1923.
5. Árni Þorbjörn Guðnason magister, f. 31. janúar 1896, d. 15. maí 1973.
6. Marta Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 1. mars 1899, d. 5. júní 1947.
7. Guðbjörg Lilja Guðnadóttir starfsstúlka í Reykjavík, f. 29. apríl 1902, d. 15. september 1975.
Barnsmóðir Guðna var Sigríður Sigurðardóttir frá Kúfhóli í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Lambhaga, f. 26. júlí 1874, d. 15. ágúst 1962.
Barn þeirra var
8. Ólína Guðnadóttir, f. 9. apríl 1900, d. 22. febrúar 1922.

Guðný var með foreldrum sínum í Garðhúsum og fluttist með þeim að Ljótarstöðum 1895.
Faðir hennar lést 1910 og í lok ársins var hún með móður sinni og systkinum á Ljótarstöðum.
Hún giftist Guðjóni 1911 og var húsfreyja á Frakkastíg 12 í Reykjavík 1920. Þar var Guðjón maður hennar, tvíburarnir Guðni og Sigurður og Guðrún móðir hennar. Þau voru enn á Frakkastígnum 1930, en síðar á Hrefnugötu 4.
Guðjón lést 1956. Guðný dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund. Hún lést 1978.

Maður Guðnýjar, (30. september 1911), var Guðjón Sigurðsson járnsmiður frá Álfhóli í Lndeyjum, f. 9. maí 1884, d. 2. júlí 1956.
Börn þeirra hér:
1. Guðni Guðjónsson grasafræðingur, kennari, f. 18. júlí 1913, d. 31. desember 1948.
2. Sigurður Guðjónsson verslunarmaður, f. 18. júlí 1913, d. 18. júlí 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.