Guðrún Magnúsdóttir (Ljótarstöðum)
Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja frá Ljótarstöðum í A-Landeyjum og í Eyjum fæddist 2. mars 1862 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 27. apríl 1943.
Foreldrar hennar voru Magnús Björnsson frá Bergþórshvoli í V-Landeyjum, þá bóndi á Brekkum, síðar bóndi og hreppstjóri á Ljótarstöðum, f. 29. ágúst 1828, d. 5. apríl 1904 á Ljótarstöðum, og kona hans Margrét Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1822 í Vatnshól í A-Landeyjum, d. 25. júlí 1903 á Ljótarstöðum.
Guðni og Guðrún giftust 1885, fluttust til Eyja 1886 og bjuggu í Frydendal 1886-1887, í Götu 1887-1889, í Garðbæ, (líka nefnt Garðhús), 1889-1895. Þá tóku þau við búi foreldra Guðrúnar á Ljótarstöðum og bjuggu þar til 1910, er Guðni lézt.
Guðrún bjó á jörðinni til ársins 1911.
Hún var hjá Guðnýju dóttur sinni í Reykjavík 1920 og lést í Reykjavík 1943.
Maður Guðrúnar (8. október 1885), var Guðni Þórðarson bóndi á Ljótarstöðum og tómthúsmaður í Eyjum, f. 7. júní 1854, d. 18. júlí 1910.
Börn þeirra Guðna voru:
1. Þorkell Guðnason, f. 28. október 1885, d. 29. október 1885.
2. Árni Guðnason, f. 5. janúar 1888 í Götu, d. 11. maí 1892.
3. Guðný Guðnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. janúar 1890 í Garðhúsum, d. 1. október 1978.
4. Þórður Guðnason skólastjóri í Hafnarfirði, f. 12. mars 1892 í Garðhúsum, d. 1. júní 1923.
5. Árni Þorbjörn Guðnason magister, f. 31. janúar 1896, d. 15. maí 1973.
6. Marta Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 1. mars 1899, d. 5. júní 1947.
7. Guðbjörg Lilja Guðnadóttir starfsstúlka í Reykjavík, f. 29. apríl 1902, d. 15. september 1975.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Garður.is.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.