Ólína Guðnadóttir (Lambhaga)
Jump to navigation
Jump to search
Ólína Guðnadóttir vinnukona frá Lambhaga, fæddist 9. apríl 1900 og lézt 22. febrúar 1922.
Foreldrar voru Sigríður Sigurðardóttir, síðar í Lambhaga, f. 1874 og Guðni Þórðarson bóndi á Ljótarstöðum, f. 1854.
Ólína kom tveggja ára til Eyja. Hún er á mynd af nemendum Barnaskólans 1912-1913. (Sjá Blik 1956/Gamlar skólamyndir).
Hún var hjú á Sunnuhvoli 1920, hjá Katrínu Gísladóttur og Páli Ólafssyni.
Hún dó 22. febrúar 1922.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson o.fl. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntal 1920.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.