Þórður Guðnason (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórður Guðnason.

Þórður Guðnason frá Garðhúsum, kennari, skólastjóri í Hafnarfirði fæddist 12. mars 1892 í Garðhúsum og lést 1. júní 1923.
Foreldrar hans voru Guðni Þórðarson bóndi á Ljótarstöðum og tómthúsmaður í Eyjum, f. 7. júní 1854, d. 18. júlí 1910, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, f. 2. marz 1862, d. 27. apríl 1943.

Börn Guðna og Guðrúnar voru:
1. Þorkell Guðnason, f. 28. október 1885, d. 29. október 1885.
2. Árni Guðnason, f. 5. janúar 1888 í Götu, d. 11. maí 1892.
3. Guðný Guðnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. janúar 1890 í Garðhúsum, d. 1. október 1978.
4. Þórður Guðnason skólastjóri í Hafnarfirði, f. 12. mars 1892 í Garðhúsum, d. 1. júní 1923.
5. Árni Þorbjörn Guðnason magister, f. 31. janúar 1896, d. 15. maí 1973.
6. Marta Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 1. mars 1899, d. 5. júní 1947.
7. Guðbjörg Lilja Guðnadóttir starfsstúlka í Reykjavík, f. 29. apríl 1902, d. 15. september 1975.
Barnsmóðir Guðna var Sigríður Sigurðardóttir frá Kúfhóli í A-Landeyjum, síðar húsfreyja í Lambhaga, f. 26. júlí 1874, d. 15. ágúst 1962.
Barn þeirra var
8. Ólína Guðnadóttir, f. 9. apríl 1900, d. 22. febrúar 1922.

Þórður var með foreldrum sínum í Garðhúsum og fluttist með þeim að Ljótarstöðum 1895.
Hann tók kennarapróf 1913, fór í námsferð til Þýskalands 1921, var kennari í A-Landeyjum 1908-1911, barnaskóla Hafnarfjarðar 1913-1914, skólastjóri 1914-1918. Hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Hann lést 1923.
Þórður var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.