Karl Jón Eyjólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. janúar 2016 kl. 14:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Karl Jón Eyjólfsson''' fæddist 24. nóvember 1879 á Oddsstöðum og lést 24. desember 1924 í Eureka í Utah-fylki.<br> Foreldrar hans voru [[Eyjólfur Eiríks...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Jón Eyjólfsson fæddist 24. nóvember 1879 á Oddsstöðum og lést 24. desember 1924 í Eureka í Utah-fylki.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson vinnumaður frá Vesturhúsum, en þá vinnumaður á Oddsstöðum, f. 26. febrúar 1854 í Nýjabæ u. Eyjafjöllum, d. 21. ágúst 1908 í Utah, og barnsmóðir hans, síðar eiginkona Guðrún Erlendsdóttir, f. 8. júlí 1850, d. 4. september 1887 í Utah.

Systir Karls Jóns í Eyjum var
1. Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 5. september 1881, fluttist vestur með föður sínum 1882. Hún dó á leiðinni.

Hálfsystkini hans í Eyjum, sammæðra voru:
Barnsfaðir Guðrúnar Erlendsdóttur var Guðmundur Erlendsson lóðs í London. Sonur þeirra var
2. Vigfús Guðmundsson, f. 14. júlí 1868, d. 17. mars 1927. Hann fór til Utah frá Júlíushaab 1886.
Sonur Guðrúnar Erlendsdóttur og Páls á Gjábakka var:
3. Einar Pálsson vélstjóri í Langholti, Vestmannabraut 48a, f. 5. maí 1875, d. 4. desember 1918.
Barnsfaðir Guðrúnar var Eiríkur Eiríksson bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827.
Sonur þeirra var:
4. Jón Eiríksson, sem fór til Vesturheims.
Hálfsystkini Karls Jóns í Utah, samfeðra, voru:
5. Elínborg (Ellenburg), f. 18. október 1888, d. 20. ágúst 1889.
6. Maria (Mary), f. 18. febrúar 1890 í Spanish Fork.
7. Noah Erastus, f. 28. nóvember 1891, d. 21. maí 1892.
8. Sigurveig (Sarah Vae), f. 28. desember 1892, d. 24. apríl 1974.
9. Eiríkur (Eric Ronald), f. 14. febrúar 1895, d. 3. ágúst 1922, sleginn af eldingu í Idaho, 27 ára.
10. Matthew Thorgeir, f. 28. september 1897, d. 23. maí 1966.

Karl Jón var með móður sinni á Oddsstöðum 1879 og 1880, tökubarn þar 1881. Hann fór til Utah 1882 (1881 segir í Vesturfaraskrá) með föður sínum og móðir hans kom vestur ári síðar.
Hann lést 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.