Sigríður Einarsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. janúar 2015 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. janúar 2015 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríðar Einarsdóttir''' húsfreyja, síðar bústýra á [[Gjábakki|Gjábakka], fæddist 1743 og lést 7. október 1785.<br> Foreldrar hennar voru sr. Einar Jónsson aðs...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríðar Einarsdóttir húsfreyja, síðar bústýra á [[Gjábakki|Gjábakka], fæddist 1743 og lést 7. október 1785.
Foreldrar hennar voru sr. Einar Jónsson aðstoðarprestur á Heiði í Mýrdal, f. (1710), d. 1746, og kona hans Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, síðar prestkona á Ofanleiti, kona sr. Benedikts Jónssonar. Hún var fædd 1723, d. 10. febrúar 1804.

Hálfsystkini Sigríðar í Eyjum voru
1. Sr. Vigfús Benediktsson prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit. Hann var fyrrikonubarn sr. Benedikts.
2. Hólmfríður Benediktsdóttir móðir sr. Páls Jónssonar prests á Kirkjubæ, Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju á Keldum og Önnu Maríu Jónsdóttur húsfreyju í Fljótsdal í Fljótshlíð.
3. Theódór Benediktsson bóndi og beykir á Gjábakka.

Líklegt er, að Sigríður hafi fylgt móður sinni að Ofanleiti og alist þar upp hjá henni og sr. Benedikt stjúpföður sínum.

I. Maður Sigríðar var Pétur Einarsson í Vestmannaeyjum, d. fyrir 1785 .
Barn þeirra hér nefnt var
1. Einar Pétursson „umboðspiltur og systursonur“ Theódórs Benediktssonar bónda á Gjábakka. Hann var fæddur 1773, d. 4. febrúar 1785 úr skyrbjúg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.