Þuríður Magnúsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, prestkona á Ofanleiti, fæddist 1723 og lést 10. febrúar 1804.
Foreldrar hennar voru Magnús Brandsson bóndi og lögréttumaður á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 1680 og Guðrún Pálsdóttir frá Seljalandi í Fljótshverfi, V-Skaft., húsfreyja, síðari kona Magnúsar, f. 1679.

Þuríður var húsfreyja og prestkona á Heiði í Mýrdal frá því um 1741-1746, kona sr Einars Jónssonar.
Þau eignuðust Sigríði 1743. Einar lést 1746.
Þuríður giftist sr. Benedikt Jónssyni presti á Ofanleiti. Börn þeirra, sem lifðu æskuna voru Vigfús, 1731, Hólmfríður, f. 1746 og Theódór, f. 1752. Sigríður dóttir Þuríðar af fyrra hjónabandi mun hafa fylgt móður sinni til Eyja.
Sr. Jón Steingrímsson minnist heimilisins að Ofanleiti í ævisögu sinni, er hann var enn við nám 17-18 ára gamall. Hann getur Þuríðar húsfreyju, sem ...„tók hún á móti mér í allra besta máta“.
Þuríður dvaldi hjá Þuríði dótturdóttur sinni (dóttur Hólmfríðar) á Voðmúlastöðum í Landeyjum 1801, þá ekkja öðru sinni. Hún lést 1804, 81 árs.

Þuríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var sr. Einar Jónsson aðstoðarprestur á Heiði í Mýrdal, f. (1710), d. 1746.
Barn þeirra hér var
1. Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1743, d. 7. október 1785. Maður hennar var Pétur Einarsson.

II. Síðari maður Þuríðar var sr. Benedikt Jónsson prestur að Ofanleiti, f. um 1704, d. 1781.
Börn þeirra hér voru
1. Hólmfríður Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1746, d. 21. júlí 1784, móðir sr. Páls Jónssonar prests á Kirkjubæ, Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju á Keldum og Önnu Maríu Jónsdóttur húsfreyju í Fljótsdal í Fljótshlíð.
2. Theódór Benediktsson bóndi, beykir á Gjábakka f. 1752, d. 9. mars 1790.
Stjúpsynir Þuríðar, fyrrikonubörn sr. Benedikts voru
3. Sr. Vigfús Benediktsson prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit, f. um 1731, d. 15. febrúar 1822.
4. Þormóður Benediktsson, f. (1730). Hann fór utan.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æfisagan og önnur rit. Jón Steingrímsson. Kristján Albertsson gaf út. Helgafell 1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.