Theodór Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Theódór Benediktsson)
Fara í flakk Fara í leit

Theodór Benediktsson bóndi, beykir á Gjábakka, fæddist 1752 og lést 9. mars 1790. Hann er nefndur Theodorus í prestþjónustubókum.
Foreldrar hans voru sr. Benedikt Jónsson prestur á Ofanleiti, f. 1704, d. í júlí 1781, og síðari kona hans Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1723, d. 10. febrúar 1804.

Systkini Theodórs í Eyjum voru
1. Hólmfríður Benediktsdóttir móðir sr. Páls Jónssonar prests á Kirkjubæ, Þuríðar Jónsdóttur húsfreyju á Keldum og Önnu Maríu Jónsdóttur húsfreyju í Fljótsdal í Fljótshlíð.
Hálfsystkini Theódórs í Eyjum voru
2. Sr. Vigfús Benediktsson prestur á Kálfafellsstað í Suðursveit. Hann var fyrrikonubarn sr. Benedikts.
3. Þormóður Benediktsson fyrrikonubarn sr. Benedikts. Hann fór utan.
4. Sigríðar Einarsdóttir húsfreyja, f. 1743, d. 7. október 1785. Hún var fyrrimannsbarn Þuríðar húsfreyju.

Theodór sigldi og lærði beykisiðn og prentverk. Hann bjó á Gjábakka.
Bústýra hans 1785 var Sigríður Einarsdóttir hálfsystir hans, ekkja eftir Pétur Einarsson. Hún móðir Einars Péturssonar, sem dó 12 ára hjá Theodóri 1785.

I. Kona Theodórs, (16. ágúst 1789), var Sigríður Hafliðadóttir húsfreyja. Hún var frá Stakkagerði, þá 42 ára, f. 1746, d. 6. janúar 1798.
Þau voru barnlaus.
Fóstursonur Theódórs „umboðspiltur og systursonur“ var
1. Einar Pétursson, f. 1773, d. 4. febrúar 1785 úr skyrbjúg.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.