Benedikt Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Benedikt Jónsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum frá 1748 til 1781. Hann fæddist árið 1704. Foreldrar hans voru séra Jón Vigfússon í Sólheimaþingum og Gróa Jónsdóttir.

Benedikt varð stúdent frá Skálholtsskóla árið 1726 og vígðist sem aðstoðarprestur til föður síns árið 1727. Hann fékk svo Sólheimaþing árið 1731. Benedikt missti prestskap árið 1744 vegna barneigna með bústýru sinni, en fékk uppreisn árið 1747 og var þá veitt Ofanleiti, sem hann þjónaði til dauðadags.

Hann stóð að stofnun barnaskóla í Vestmannaeyjum árið 1757 ásamt séra Guðmundi Högnasyni, sóknarpresti að Kirkjubæ.

Séra Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Hólmfríður Sigurðardóttir og þau áttu saman tvo syni. Síðari kona hans var Þuríður Magnúsdóttir og þau áttu einnig tvö börn, Theodór er bjó að Gjábakka í Vestmannaeyjum og Hólmfríði, er giftist Jóni Eyjólfssyni, verslunarmanni í Vestmannaeyjum.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.