Árni Hreiðarsson (Stóra-Gerði)
Árni Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ og í Gerði fæddist 1743 og lést 6. júlí 1803.
Faðir hans var Hreiðar Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1721, d. 23. mars 1802. Móðir Árna er ókunn.
Systkini Árna í Eyjum voru a.m.k.:
1. Eyjólfur Hreiðarsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1747, d. 13. september 1827.
2. Þórunn Hreiðarsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 21. mars 1821.
3. Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1762, líklega látin á bilinu 1813-1816.
5. Guðmundur Hreiðarsson, líklega sonur Hreiðars Hreiðarssonar, f. 1746, drukknaði 16. febrúar 1793. Guðfeðgar 1787 og oftar: „Árni og Guðmundur Hreiðarssynir“.
Kona Árna var Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1740, d. 15. september 1794 úr holdsveiki.
Börn þeirra eru ókunn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.