Árni Hreiðarsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árni Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ og í Gerði fæddist 1743 og lést 6. júlí 1803.
Faðir hans var Hreiðar Hreiðarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1721, d. 23. mars 1802. Móðir Árna er ókunn.
Systkini Árna í Eyjum voru a.m.k.:
1. Guðmundur Hreiðarsson, líklega sonur Hreiðars Hreiðarssonar, f. 1746, drukknaði 16. febrúar 1793. Úr prþj.bók 1787, - guðfeðgin 1787: „Árni og Guðmundur Hreiðarssynir...“. Þeir voru guðfeðgar hjá Eyjólfi Hreiðarssyni.
2. Eyjólfur Hreiðarsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1747, d. 13. september 1827.
3. Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1762, líklega látin á bilinu 1813-1816.
4. Þórunn Hreiðarsdóttir húsfreyja, f. 1765, d. 21. mars 1821.

Kona Árna var Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1740, d. 15. september 1794 úr holdsveiki.
Börn þeirra eru ókunn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.