Ingigerður Þorsteinsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 18:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2014 kl. 18:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingigerður Þorsteinsdóttir''' húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1830 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum og lést 26. apríl 1897.<br> Móðir hennar var [[Steinunn Einarsdótti...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1830 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum og lést 26. apríl 1897.
Móðir hennar var Steinunn Einarsdóttir, síðar húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1. ágúst 1801, d. 17. júní 1861.

Ingigerður var með móður sinni í Voðmúlastaðahjáleigu í A–Landeyjum 1832 og á Ormsvelli í Hvolhreppi 1833. Þaðan fluttust þær að Miðey í A-Landeyjum 1833. Þær voru með Jóni Sveinssyni á Kirkjubæ 1840 og 1845.
Hún fermdist 1844, var 20 ára vinnukona í Bakkakoti efra u. Eyjafjöllum 1850, gift húsfreyja á Kirkjubæ 1860 með Erlendi bónda, börnum þeirra Jóhönnu 8 ára og Elínu 2 ára. Hjá þeim var Steinunn móðir hennar.
Ingigerður var gift vinnukona í Kokkhúsi 1870, fimmtug, skilin vinnukona í Norðurgarði 1880, 60 ára húskona, sem stundaði tóvinnu, í Hólshúsi 1890.
Ingigerður lést 1897.

Maður Ingigerðar, (16. september 1852), var Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 1828, drukknaði við Bjarnarey 12. janúar 1887.
Börn þeirra hér:
1. Jóhanna Erlendsdóttir, f. 1852, d. 20. mars 1883.
2. Markús Erlendsson, f. 17. mars 1855, fermdur 1869 frá foreldrum sínum í Ömpuhjalli. Hann fór til Vesturheims 1891 frá Godthaab.
3. Stefán Guðmundur Erlendsson, f. 1. september 1858. Hann fór til Vesturheims 1903.
4. Elín Erlendsdóttir, f. 11. janúar 1859, d. 29. nóvember 1922.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.