Elín Erlendsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Erlendsdóttir frá Kirkjubæ fæddist 11. janúar 1859 og lést 29. nóvember 1922.
Foreldrar hennar voru Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 1828, d. 12. janúar 1887, og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.

Elín var með foreldrum sínum á Kirkjubæ 1860, niðursetningur í Presthúsum 1870. Hún var vinnukona í Ystaskála u. Eyjafjöllum 1880, í Kolholtshelli í Flóa 1890, húsfreyja, bústýra í Reykjavík 1910 og 1920.
Elín lést 1922.

Maki: Elín bjó með Halldóri Pálssyni frá Stokkseyri 1910, f. 22. júlí 1849, d. 25. apríl 1926. Hann var ekkjumaður frá 1890.
Barn þeirra hér:
Valdimar Halldórsson sjómaður í Reykjavík, f. 9. ágúst 1897, d. 24. apríl 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.