Jóhanna Erlendsdóttir (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Erlendsdóttir fæddist 11. september 1852 og lést 20. mars 1883.
Foreldrar hennar voru Erlendur Ingjaldsson sjávarbóndi á Kirkjubæ, f. 1828, d. 12. janúar 1887, og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 26. apríl 1897.

Jóhanna var með foreldrum sínum 1860, en var niðursetningur í Litlakoti 1870 og í Stóra-Gerði 1880.
Hún hefur líklega verið sjúklingur.
Hún lést 1883.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.