Ritverk Árna Árnasonar/Kristinn Sigurðsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. ágúst 2013 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. ágúst 2013 kl. 13:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristinn Sigurðsson''' verkamaður á Löndum fæddist 21. apríl 1890 og lést 4. mars 1966.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson verka...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Sigurðsson verkamaður á Löndum fæddist 21. apríl 1890 og lést 4. mars 1966.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson verkamaður á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932, og kona hans Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857, d. 20. júlí 1919.
Föðurmóðir Kristins á Löndum, Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, var hálfsystir Hjálmars Eiríkssonar í Efri-Rotum, en hann var faðir:
1. Eiríks kennara á Vegamótum.
2. Þorgerður í Dölum, kona Jóns Gunnsteinssonar.
3. Helga Hjálmarssonar, – að Hamri.
4. Sigurbjargar Hjálmarsdóttur, konu Ólafs Guðmundssonar í Oddhól.
5. Guðrúnar Hjálmarsdóttur á Akri, konu Guðmundar Þórðarsonar.

Sigríður Eiríksdóttir var móðir (af fyrra hjónabandi sínu) Vigdísar Jónsdóttur konu Árna Árnasonar á Vilborgarstöðum, en þau voru foreldrar Árna á Grund föður Árna símritara og þeirra systkina.

Kona Kristins á Löndum var Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, d. 9. desember 1968.
Börn Kristins og Oktavíu:
1. Ásta húsfreyja, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006, gift Garðari Sigurjónssyni veitustjóra, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Sigurður hafnarvörður, f. 11. júní 1919, d. 8. apríl 2003, kvæntur Guðbjörgu Bergmundsdóttur húsfreyju, f. 16. nóvember 1922.
3. Sigrún Lilja, f. 29. mars 1921, d. 5. nóvember 2007.
4. Júlía Rósa, f. 1. júlí 1924, d. 29. mars 2001.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Kristinn er lágur vexti, tæplega meðalhár, dökkhærður, liðlega vaxinn og nokkuð þrekinn. Skemmtilegur í sínum hóp, en heldur seintekinn og nokkuð til baka. Hann er fróður vel og kann frá mörgu að segja frá Eyjum. Hann stundaði um mörg ár verslunarstörf, en hefir annars unnið alla vinnu og nú síðustu árin hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, góður verkmaður.
Kristinn byrjaði snemma fuglaveiðar og hefir verið mikið við þær, t.d. í Ystakletti og Álsey, Heimakletti og víðar. Hann er lipur veiðimaður og taldist góður á yngri árum sínum.
Hann var kátur úteyjafélagi og kappsfullur að störfum. Hann hefir og verið mjög við eggjatekju og aðrar þess háttar nytjar og þótt ágætur liðsmaður í hvívetna.
Kristinn mun ekki vera fyrir fjöldann, þar eð hann dregur sig um of í hlé frá almennum vettvangi, en hann er því meira fyrir vini sína og vandamenn. Hann er búmaður góður og vel að efnum búinn.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1976.