Ritverk Árna Árnasonar/Einar Jónsson (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einar Jónsson''' bóndi og sjómaður í Norðurgarði, fæddist 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 8. ágúst 1937. Einar fluttist til Eyj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson bóndi og sjómaður í Norðurgarði, fæddist 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal og lést 8. ágúst 1937. Einar fluttist til Eyja frá Hlíð undir Eyjafjöllum 1888.
Faðir hans var Jón bóndi á Ketilsstöðum, síðar á Litlu-Hólum í Mýrdal, f. 1829, d. 20. mars 1871, Þorkelsson bónda á Hryggjum í Mýrdal 1835, f. 25. apríl 1801, d. 24. mars 1862, Runólfssonar húsmanns í Rofabæ 1801, f. 1767, Hávarðssonar og konu Runólfs í Rofabæ, Ragnhildar húsfreyju, f. 1733, Ólafsdóttur.
Móðir Jóns á Ketilsstöðum og kona Þorkels á Hryggjum var Þórunn húsfreyja frá Brekkum í Mýrdal, f. 20. október 1791, d. 8. febrúar 1870, Sveinsdóttir bónda á Brekkum 1801, f. 1758, d. 20. október 1838, Eyjólfssonar og konu Sveins Guðrúnar húsfreyju, f. 1760, Þóðardóttur prests í Kálfholti Sveinssonar og konu sr. Þórðar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur í Árbæ í Holtum Kortssonar.

Móðir Einars í Norðurgarði og kona Jóns á Ketilsstöðum var Ingiríður húsfreyja, f. 2. nóvember 1832, d. 18. janúar 1913 í Norðurgarði, Einarsdóttir bónda á Giljum í Mýrdal 1835, f. 1790, d. 3. júní 1866, Jónssonar bónda á Brekkum í Hvolhreppi, f. 1762, d. 12. febrúar 1842, Þorbjörnssonar, og konu Jóns á Brekkum, Vilborgar húsfreyju, f. 1763, d. 14. febrúar 1843, Jónsdóttur.
Móðir Ingiríðar Einarsdóttur og kona Einars á Giljum var Salgerðar húsfreyja, f. 1789 í Eyjum, d. 10. júní 1862 á Ketilsstöðum, Bjarnadóttir bónda á Skíðbakka í A-Landeyjum, síðast í Hrúðurnesi í Leiru, Gull., f. 20. maí 1766 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, d. 25. júlí 1826 í Hrúðurnesi, Guðmundssonar, og konu Bjarna á Skíðbakka, Guðrúnar húsfreyju, úr Eyjum, f. 1765, d. 10. júní 1836, Björnsdóttur.

Einar var bróðir Bjarna Jónssonar í Norðurgarði, og Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju á Kirkjubæ, konu Arngríms Sveinbjörnssonar.

Kona Einar í Norðurgarði var Árný Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1865, d. 9. ágúst 1938.

Börn Einars og Árnýjar voru:
1. Einar, f. 15. september 1892, d. 21. mars 1967.
2. Sigurður, f. 16. júní 1895, hrapaði til bana í Geirfuglaskeri 1. júní 1929.
3. Ingiríður, f. 6. febrúar 1902, d. 30. ágúst 1981.
4. Guðbjörg, f. 21. desember 1905, d. 12. ágúst 1972.
5. Barn Einars með Ólöfu Þórðardóttur síðar húsfreyju á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum var Jónína húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1968
Ólöf Þórðardóttir varð móðir Friðfinns á Oddgeirshólum og þeirra systkina.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.