Guðrún Erlendsdóttir (Hólshúsi)
Guðrún Erlendsdóttir vinnukona í HólshúsI fæddist 1850 og lést í Vesturálfu.
Faðir hennar var Erlendur Ingjaldsson, f. 1828, d. 12. janúar 1887. Hann var niðursetningur í Berjaneskoti í Steinasókn 1835, sjávarbóndi á Kirkjubæ 1855, vinnumaður á Löndum 1870, vinnumaður í Ystaskála undir Eyjafjöllum 1880. Erlendur var í Herfylkingunni. Hann drukknaði í sjóslysi við Bjarnarey 1887.
Móðir Erlendar og barnsmóðir Ingjalds var Halldóra vinnukona, f. 1793 í Berjanesi, Guðmundsdóttir bónda í Berjanesi, f. 1767 í Mörtungu á Síðu, Árnasonar og konu Guðmundar, Kristínar húsfreyju, f. 1763, Árnadóttur.
Móðir Guðrúnar Erlendsdóttur og barnsmóðir Erlendar var Margrét, síðar húsfreyja í Túni, gift Jóni Sverrissyni; fædd 1825, Jónsdóttir „eldri“ bónda í Rimakoti í A-Landeyjum og á Gjábakka frá 1828. Hann er þar 1835 og 1855, skírður 11. apríl 1789, d. 21. mars 1828, Einarssonar bónda í Litlagerði í Hvolhreppi, f. 1765, d. 3. janúar 1851, Ormssonar, og konu Einars Ormssonar, Ásdísar húsfreyju, skírð 21. janúar 1753, d. 13. febrúar 1828, Þorgilsdóttur.
Móðir Margrétar og kona Jóns á Gjábakka var Margrét húsfreyja í Rimakoti og á Gjábakka, fædd á Önundarstöðum í A-Landeyjum, skírð 25. september 1795, d. 23. febrúar 1836, Vigfúsdóttir bónda þar 1801, f. 1763 á Önundarstöðum, d. 1. október 1801, Magnússonar, og konu Vigfúsar, Kristínar húsfreyju, f. 10. febrúar 1763 í Skarðshlíð, d. 18. júlí 1842 á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum, Hjörleifsdóttur.
Guðrún var vinnukona á Gjábakka 1870, vinnukona á Oddstöðum 1880. vinnukona þar við fæðingu Einars sonar síns. Hún fór til Vesturheims frá Hólshúsi 1883.
Barnsfaðir Guðrúnar var Páll Ingimundarson vinnumaður frá Gjábakka, f. um 1854, á lífi 1901. Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson og barnsmóðir hans Hólmfríður Guðmundsdóttir í Fagurlyst, f. 1828, d. 6. júlí 1866.
Sonur Guðrúnar Erlendsdóttur og Páls á Gjábakka var:
Einar Pálsson vélstjóri í Langholti, Vestmannabraut 48a, f. 5. maí 1875, d. 4. desember 1918, kvæntur (1908) Jónínu Guðmundsdóttur, f. 19. maí 1877, d. 31.desember 1925.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.