Blik 1946. Ársrit/Íþróttir
Íþróttir
Skólastjóri Gagnfræðaskólans hefur beðið mig að gefa sér upp skrá yfir þau met, sem Vestmannaeyingar hafa átt frá því skipulögð íþróttastarfsemi hófst í landinu, hvaða menn hafa sett þau, og hve lengi þau hafa staðið. — Mér telst svo til, að íþróttamenn hér hafi eignazt og fengið staðfest met í eftirfarandi greinum: Stangarstökki, þrístökki, hástökki, langstökki, spjótkasti, sleggjukasti og 10 kílómetra hlaupi.
Skal hér sett skýrslan yfir staðfestu metin, og er þá hægt að sjá, hve lengi Vestmannaeyingar hafa átt þau.
- STANGARSTÖKK:
Árið 1924....... 2,96 m Friðrik Jesson.
.......................3,17— Friðrik Jesson.
.......1929........ 3,25— Friðrik Jesson.
.......1929........ 3,25— Friðrik Jesson.
.......1935........ 3,32— Karl Vilmundarson (Á).
.......1936........ 3,34— Ásmundur Steinsson.
.......1937........ 3,36— Ólafur Erlendsson.
.......................3,40— Karl Vilmundarson (Á).
.......1938........ 3,45— Karl Vilmundarson (A).
.......1942........ 3,48— Ólafur Erlendsson.
.......1943........ 3,50— Ólafur Erlendsson.
.......................3,53— Guðjón Magnússon.
.......1944........ 3,55— Guðjón Magnússon.
.......................3,65— Guðjón Magnússon.
.......1945........ 3,67— Guðjón Magnússon.
Árið 1923 stukku þeir Friðrik og Jónas frá Skuld 2,82 m á þjóðhátíð Vestmannaeyinga. Þetta var betri árangur en hafði náðst, í Reykjavík. — Ekki var þá búið að staðfesta neitt met í stangarstökki, en það var gert árið eftir, er Friðrik stökk 2,96 m, sem þá var langbezti árangur á landinu í þeirri grein. Má segja, að síðan hafi Vestmannaeyingar alltaf átt metið, því að varla er annað hægt en að telja Karl Vilmundarson Vestmannaeying, þótt hann hafi flutt til Reykjavíkur. Beztu stökkvarar í Eyjum, sem ekki eru í skránni, eru fyrrv. drengjamethafarnir Torfi Bryngeirsson, með 3,48 m, og Hallgrímur Þórðarson með 3,45 m, bæði afrekin frá því í sumar.
- HÁSTOKK:
Árið 1923...... 1,70 m Ósvald Knudsen (ÍR).
......1927........ 1,70 m Helgi Eiríksson (ÍR).
......................1,80 m Helgi Eiríksson (óstaðfest).
......1930........ 1,75,5 m Helgi Eiríksson (ÍR).
......1936........ 1,80 m Sigurður Sigurðsson.
......1937........ 1,81 m Sigurður Sigurðsson.
......1938........ 1,82,5 m Sigurður Sigurðsson.
......................1,85 m Sigurður Sigurðsson.
......1944........ 1,90 m Skúli Guðmundsson (KR).
......................1,94 m Skúli Guðmundsson (KR).
Ósvald Knudsen er fyrsti verulegi hástökkvari í landinu.Helgi Eiríksson leysir hann af hólmi og er síðan í mörg ár bezti hást. landsins. Hann stökk 1.80 á alþjóðamóti K.F.U.M. í Kaupmannahöfn árið 1927, og varð nr. 2. — Bezti hástökkvari hér um þessar mundir var Páll Scheving. Stökk hann svonefnt magastökk, og komst árið 1929 yfir viðurkennt met, eða 1,77. Halli var á brautinni. — Það er fyrst árið 1935, að maður fæst í stað Páls. Var það Sig. Sigurðsson, sem stökk þá 1,74 m.
Var hann svo ósigrandi þar til Skúli Guðmundsson kom til sögunnar. Er Skúli stökkvari á heimsimælikvarða.
- ÞRÍSTÖKK:
Árið 1927........ 12,87 m Sveinbjörn Ingimundarson (ÍR).
....... 1933........ l3,09 m Daníel Loftsson.
.......1935........ 13,18 m Sigurður Sigurðsson.
.......................13,43 m Sigurður Sigurðsson.
....... 1930....... 14,00 m Sigurður Sigurðsson.
Um langan tíma komst enginn nálægt meti Sveinbjörns. Það var fyrst árið 1933, að Daníel kom til að hrinda því. En vorið 1935 æfði Sigurður mjög vel og bætti þá metið 17. júní. Síðan bætti hann það oft á árinu, en staðfesta metið setti hann á Ölympíuleikunum í Berlín árið 1936. Mun stökkið hafa verið mun lengra, en var ónákvæmt mælt. Annars stökk hann 13,98 m í Reykjavík árið 1937. — Engum Vestmannaeying hefur tekizt að komast nálægt þessu meti. — Annar bezti þrístökkvari hér er Anton Grímsson, sem stökk 13,31 m árið 1944.
- LANGSTÖKK:
Árið 1926........ 6,37 m Páll Scheving.
.......................6,39 m Garðar S. Gíslason (ÍR).
.......1927........ 6,41 m Jóhann Þorsteinsson.
.......................6,44 m Garðar S. Gíslason (ÍR).
.......1928 ........6,55 m Sveinbjörn Ingmundarson (ÍR).
.......1937........ 6,82 m Sigurður Sigurðsson.
.......1944........ 7,08 m Oliver Steinn (FH).
Fyrir 1930 áttu Vestmannaeyingar tvo góða langstökkkvara, þar sem þeir Páll og Jóhann voru. Ekki voru þó aðstæður löglegar, þar sem þeir náðu þessum stökkum. Næstum tíu árum síðar kemur svo Sigurður fram og sýnir enn sína frábæru stökkhæfileika með því að slá hið gamla met Sveinbjarnar.
Langbezti langstökkvari landsins núna er Oliver Steinn, sem er fyrsti Íslendingurinn, sem fer yfir 7 metra.
Besti langstökkvari okkar núna er Guðjón Magnússon, með 6,34 metra.
Met í spjótkasti sló Friðrik Jesson árið 1929, 47,13 m, en það var bráðlega slegið aftur. Hins vegar á hann met í beggja handa spjótkasti, 84,02 m, síðan 1931.
Aðrir góðir spjótkastarar hér eru Aðalsteinn Gunnlaugsson, með 48,57 m, og Ingólfur Arnarson, sem á Ve.-metið, 48,86 m.
Í sleggjukasti átti Karl Jónsson metið 1935—1938. Bætti hann það hvað eftir annað, og var talinn sérstaklega laginn kastari. Karl á nú Ve.-metið, 39.27 m, en Íslandsmetið er 46,57 m, og það á Vilhjálmur Guðmundsson (KR). Er hann eini íslendingurinn, sem hefur kastað yfir 40 m á móti.
Beztu sleggjuk. okkar nú, sem voru fyrstir á meistaramótinu, eru Símon Waagfjörð, með 38,07 m, og Áki Gränz, með 36,50 m.
Bezti kastari hér í kringlu og kúlu er Ingólfur Arnarson, með Ve.-metin 39,27 m og 13,12 m. Eru það ágætir árangrar.
Þá hefur Gunnar Stefánsson besta árangur á landinu í tugþraut 1944 og '45, og er okkar langbezti hlaupari.
Vestmannaeyingar hafa lengi átt góða hlaupara, þó að engum hafi tekizt að setja met nema Karli Sigurhanssyni, sem á metið í 10 kílómetra hlaupi, á 34,06 mín. síðan 1932.
Er hér með talið upp metasafn Vestmannaeyinga. — Sést af því, að í sumum greinum höfum við staðið mjög framarlega og erum enn sterkastir í landinu í stangarstökki og sleggjukasti, hversu lengi sem það kann að verða, því að hér skortir mjög á þann aðbúnað, sem íþróttamenn njóta, t. d. í Reykjavík. En þrátt fyrir vaxandi aðstöðumun, hafa íþróttamenn hér getað aukið hróður Vestmannaeyinga úti um land og getið sér virðulegan sess meðal sterkustu íþróttafélaga í landinu.
- Vigfús Ólafsson.