Svava Sigríður Jónsdóttir (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. febrúar 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. febrúar 2023 kl. 10:51 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Svava Sigríður Jónsdóttir frá Látrum við Vestmannabraut 44, húsfreyja, bókari, endurskoðandi fæddist þar 30. september 1942.
Foreldrar hennar voru Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, bæjarfulltrúi, heiðursborgari, f. 7. nóvember 1911 í Merkisteini við Heimagötu 9, d. 28. júní 2000, og kona hans Klara Friðriksdóttir frá Látrum, húsfreyja, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.

Börn Klöru og Jóns Ísaks:
1. Friðrik Jónsson sjómaður, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 18. september 1939.
2. Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókhaldari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.
3. Guðjón Þórarinn Jónsson rafvirki, f. 29. júní 1949.
4. Ragnar Jónsson læknir, f. 14. október 1952.

Svava var með foreldrum sínum.
Hún lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1961.
Svava vann við endurskoðun, síðar ritvinnslu- og bókhaldsþjónustu og umboðssölu.
Þau Þráinn giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 49, en síðan á Smáragötu 8.

Maður Svövu, (28. mars 1964), er Þráinn Einarsson frá Baldurshaga, fjármálastjóri, skrifstofustjóri, framkvæmdastjóri, umboðsmaður f. 20. nóvember 1942 í Steinholti.
Börn þeirra:
1. Svanhvít Rósa Þráinsdóttir stúdent af viðskiptasviði, skrifstofukona, f. 6. janúar 1964, d. 7. maí 2009. Maður hennar Þröstur Þorbjörnsson tónlistarmaður, tónlistarkennari.
2. Víðir Svanberg Þráinsson BA-tölvunarfræðingur, f. 18. maí 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.