Jensína Björg Matthíasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2023 kl. 14:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2023 kl. 14:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jensína Björg Matthíasdóttir. '''Jensína Björg Matthíasdóttir''' húsfreyja fæddist 10. október 1864 í Landlyst og lést 25. október 1928.<br> Foreldrar hennar voru Matthías Markússon trésmiður, f. 3. júní 1910 í Dýrafirði, d. 5. maí 1888, og kona hans Sólveig Pálsdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1821 á Búastöðum, d. 24. maí 1886. Börn Sólveigar og Matthíasar:...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jensína Björg Matthíasdóttir.

Jensína Björg Matthíasdóttir húsfreyja fæddist 10. október 1864 í Landlyst og lést 25. október 1928.
Foreldrar hennar voru Matthías Markússon trésmiður, f. 3. júní 1910 í Dýrafirði, d. 5. maí 1888, og kona hans Sólveig Pálsdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1821 á Búastöðum, d. 24. maí 1886.

Börn Sólveigar og Matthíasar:
1. Matthildur Pálína Matthíasdóttir saumakona, f. 22. apríl 1845 í Danskagarði, d. 10. október 1918, ógift og barnlaus.
2. Markús Matthíasson, f. 3. ágúst 1846 í Pétursborg, d. 3. ágúst úr ginklofa.
3. Jón Matthíasson, f. 23. júlí 1847 í Sæmundarhjalli, d. 2. ágúst 1847 úr ginklofa.
4. Karólína Guðrún Matthíasdóttir saumakona í Kaupmannahöfn, f. 16. september 1848 í Landlyst, d. 21. janúar 1942, óg, bl.
5. María Guðrún Matthíasdóttir, f. 30. október 1851 í Landlyst, d. 8. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
6. María Kristín Matthíasdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 20. desember 1852 í Landlyst, d. 4. febrúar 1920.
7. Sigríður Matthíasdóttir ráðskona í Danmörku, óg., bl., f. 9. desember 1855 í Landlyst, d. 25. desember 1940.
8. Jóhanna Markúsína Matthíasdóttir húsfreyja í Borgarnesi og Reykjavík, f. 29. júlí 1858 í Landlyst, d. 4. september 1900.
9. Matthías Matthíasson kaupmaður í Reykjavík, f. 24. ágúst 1861 í Landlyst, d. 28. febrúar 1937.
10. Andvana sveinbarn fætt 7. júlí 1863 í Landlyst.
11. Jensína Björg Matthíasdóttir húsfreyja, f. 10. október 1864 í Landlyst, d. 25. október 1928.

Jensína var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Landlyst til Reykjavíkur 1868 og var hjá þeim í Efraholti þar 1880. Foreldrar hennar létust bæði á níunda áratugnum og Jensína var hjá Matthíasi bróður sínum í Holti 1890.
Þau Ásgeir giftu sig 1892, eignuðust níu börn. Þau bjuggu í Kóranesi á Mýrum í Mýrasýslu og í Rvk.
Jensína lést 1928 og Ásgeir 1942.

I. Maður Jensínu Bjargar, (16. júlí 1892), var Ásgeir Eyþórsson kaupmaður, bókhaldari, f. 3. júlí 1868, d. 19. janúar 1942. Foreldrar hans voru Eyþór Felixson vestanpóstur og bóndi í Búðarnesi í Helgafellssveit, síðar kaupmaður í Reykjavík, og síðari kona hans Kristín Grímsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1842, d. 8. febrúar 1897.
Systkini Ásgeirs Eyþórssonar – í Eyjum, voru:
1. Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja í Vík, f. 18. október 1870, d. 19. júlí 1944.
2. Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja á Reyni, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.
3. Ásgrímur Eyþórsson kaupmaður, útgerðarmaður, síðan í Reykjavík, f. 28. maí 1877, d. 9. mars 1960.

Börn Jensínu og Ásgeirs:
1. Ásta Ásgeirsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1893, d. 2. september 1986.
2. Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, fræðslumálastjóri, forsætisráðherra, bankastjóri, forseti Íslands, f. 13. maí 1894, d. 15. september 1972.
3. Ragnar Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur, f. 6. nóvember 1895, d. 1. janúar 1973.
4. Árni Ásgeirsson, f. 8. janúar 1897, d. 16. júní 1897.
5. Árni Ásgeirsson sjómaður og trésmiður í Boston og New Jersey í Bandaríkjunum, f. 10. febrúar 1898, d. 4. mars 1967.
6. Haukur Ásgeirsson, f. 30. mars 1899, d. 29. júní 1906.
7. Kristín Ásgeirsdóttir, f. 3. maí 1901, d. 14. ágúst 1926.
8. Matthías Ásgeirsson garðyrkjuráðunautur, f. 3. október 1902, d. 26. febrúar 1969.
9. Kormákur Ásgeirsson skipstjóri í Boston, f. 31. október 1903, d. 14. desember 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Alþingi. Alþingismannatal.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.