Elísabet Ólafsdóttir (verkakona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2023 kl. 14:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Elísabet Ólafsdóttir. '''Elísabet Ólafsdóttir''' verkakona, húsfreyja fæddist 15. apríl 1945 á Siglufirði og lést 2. júní 2008 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Sölvi Bjarnason verkamaður, síldarmatsmaður, f. 10. ágúst 1906, d. 2. maí 1958, og sambúðarkona hans Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1982. Börn þeirra:<br> 2. Margr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elísabet Ólafsdóttir.

Elísabet Ólafsdóttir verkakona, húsfreyja fæddist 15. apríl 1945 á Siglufirði og lést 2. júní 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sölvi Bjarnason verkamaður, síldarmatsmaður, f. 10. ágúst 1906, d. 2. maí 1958, og sambúðarkona hans Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1906, d. 10. febrúar 1982.

Börn þeirra:
2. Sigurveig Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1929 á Lindargötu 8 á Siglufirði, d. 5. júní 1995. Maður hennar Kristján Guðni Sigurjónsson.
3. Bjarni Ólafsson verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, f. 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði, síðast í Keflavík, d. 23. febrúar 1991. Kona hans Erla Marinósdóttir Olsen.
4. Jóhann Guðmundur Ólafsson verkamaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935 á Lindargötu 8 á Siglufirði. Kona hans Guðrúnar Steinsdóttir.
5. Andvana drengur, f. 18. mars 1941.
6. Elísabet Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. apríl 1945 á Lindargötu 1 á Siglufirði, d. 2. maí 2008. Maður hennar var Þorkell Rúnar Sigurjónsson.
Barn Guðmundu:
7. Fanney G. Jónsdóttir (Guðrún Fanney við skírn), húsfreyja í Borgarnesi, matráðskona, f. 23. mars 1927 á Siglufirði, d. 5. maí 2005. Maður hennar Hörður Jóhannesson.

Elísabet var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja sex ára, bjó með þeim í Steinholti við Kirkjuveg 9a.
Hún vann snemma hjá Vinnslustöðinni, og eftir flutning í Kópavog 1984 vann hún við fiskvinnslu og pizzugerð, og eftir flutning til Eyja 1997 vann hún hjá Vinnslustöðinni til 2007.
Þau Þorkell Rúnar bjuggu saman frá 1964, giftu sig 2004, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Strembugötu 16, Hásteinsveg 7, síðar við Kirkjuveg 82.
Elínborg lést 2008 og Þorkell Rúnar 2017.

I. Maður Elísabetar, (10. júlí 2004 eftir 40 ára sambúð), er Þorkell Rúnar Sigurjónsson verslunarmaður, húsasmíðameistari, f. 28. október 1942, d. 20. janúar 2017.
Börn þeirra:
1. Sigríður Þóranna Þorkelsdóttir, f. 11. júní 1965.
2. Sigurjón Þorkelsson, f. 9. apríl 1967.
3. Ólafur Helgi Þorkelsson, f. 19. desember 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.