Bjarni Ólafsson (verkstjóri)
Bjarni Ólafsson frá Siglufirði, verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, matsveinn fæddist 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði og lést 23. febrúar 1991.
Foreldrar hans voru Ólafur Sölvi Bjarnason verkamaður, síldarmatsmaður, síðar í Eyjum, f. 10. ágúst 1906 í Fellssókn í Skagafirði, d. 7. maí 1958, og Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 26. ágúst 1906 í Ártúni í Hofssókn í Skagafirði, d. 10. febrúar 1982.
1. Sigurveig Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1929 á Lindargötu 8 á Siglufirði, d. 5. júní 1995. Maður hennar Kristján Guðni Sigurjónsson.
2. Bjarni Ólafsson verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, matsveinn, f. 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði, síðast í Keflavík, d. 23. febrúar 1991. Kona hans Erla Marinósdóttir Olsen.
3. Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935 á Lindargötu 8 á Siglufirði. Kona hans Guðrún Steinsdóttir.
4. Andvana drengur, f. 18. mars 1941.
5. Elísabet Ólafsdóttir, f. 15. apríl 1945 á Lindargötu 1 á Siglufirði, d. 2. maí 2008. Maður hennar var Þorkell Rúnar Sigurjónsson.
Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Erla giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, en fluttu til Eyja um miðjan sjötta áratuginn, bjuggu á Kirkjubæjarbraut 5 1957, á Vestmannabraut 32 1960 og enn 1963, á Vestmannabraut 62 við Gos.
Bjarni starfaði við fiskiðnað, en síðar í slippnum hjá Ársæli Sveinssyni og varð þar slippstjóri, en síðan var hann kokkur á Ísleifi VE 63.
Þau Erla fluttust til Keflavíkur og Bjarni varð verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum meðan heilsa leyfði.
Bjarni lést 1991.
Erla býr í Reykjanesbæ.
I. Kona Bjarna, (11. júlí 1953), er Erla Marinósdóttir Olsen húsfreyja, f. 11. janúar 1932.
Börn þeirra:
1. Fanney Bjarnadóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 24. maí 1953 á Landspítalanum. Maður hennar Gunnólfur Árnason.
2. Ólafur Birgir Bjarnason, f. 27. nóvember 1957 á Kirkjubæjarbraut 5.
3. Aðalheiður Bjarnadóttir húsfreyja í Kópavogi, 29. febrúar 1960 í Eyjum. Maður hennar Leifur Kristjánsson.
4. Olga Sædís Bjarnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 23. febrúar 1963 í Eyjum. Maður hennar Árni Heiðar Árnason.
Barn Erlu og Jóns Geirmundar Kristinssonar bifreiðastjóra frá Knarrartungu á Snæfellsnesi:
5. Laufey Dagmar Jónsdóttir, f. 6. september 1949 húsfreyja í Grindavík. Maður hennar Kristinn Arnberg Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Morgunblaðið 2. mars 1991. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.