Erla Marinósdóttir Olsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erla Marinósdóttir Olsen frá Hafnarfirði, húsfreyja fæddist þar 11. janúar 1932 á Hverfisgötu 31.
Foreldrar hennar voru Marinó Ólafsson Olsen verslunarmaður, f. 8. október 1907, d. 22. febrúar 1954, og kona hans Olga Laufey Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1910, d. 16. maí 1988.

Erla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Jón Geirmundi 1949.
Þau Bjarni giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hafnarfirði, fluttust til Eyja um miðjan sjötta áratuginn.
Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 5 1957, á Vestmannabraut 32 1960 og enn 1963, á Vestmannabraut 62 við Gos.
Þau fluttust til Keflavíkur og bjuggu þar síðan.
Bjarni lést 1991. Erla býr í Reykjanesbæ.

I. Maður Erlu, (11. júlí 1953), var Bjarni Ólafsson verkstjóri, slippstjóri, matsveinn, f. 18. október 1932 á Siglufirði, d. 23. febrúar 1991.
Börn þeirra:
1. Fanney Bjarnadóttir húsfreyja í Njarðvík, f. 24. maí 1953 á Landspítalanum. Maður hennar Gunnólfur Árnason.
2. Ólafur Birgir Bjarnason, f. 27. nóvember 1957 á Kirkjubæjarbraut 5.
3. Aðalheiður Bjarnadóttir húsfreyja í Kópavogi, 29. febrúar 1960 í Eyjum. Maður hennar Leifur Kristjánsson.
4. Olga Sædís Bjarnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 23. febrúar 1963 í Eyjum. Maður hennar Árni Heiðar Árnason.
Barn Erlu og Jóns Geirmundar Kristinssonar bifreiðastjóra frá Knarrartungu á Snæfellsnesi:
5. Laufey Dagmar Jónsdóttir, f. 6. september 1949 húsfreyja í Grindavík. Maður hennar Kristinn Arnberg Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.