Jörgen Nåbye

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jörgen Naaby''' frá Reykjavík, sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl fæddist þar 10. apríl 1940.<br> Foreldrar hans voru Olfert Nåby, píanóleikari í Reykjavík, f. 13. júní 1903, d. 28. júní 1942, og Laufey Jörgensdóttir frá Reykjavík, f. 12. desember 1915, d. 24. september 1974. Jörgen ólst upp með móður sinni í Reykjavík.<br> Hann nam við Stýrimannaskólann.<br> Jörgen var sjómaður, m.a. á Frey, á togaranum Röðli. Hann flutti til Eyj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jörgen Naaby frá Reykjavík, sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl fæddist þar 10. apríl 1940.
Foreldrar hans voru Olfert Nåby, píanóleikari í Reykjavík, f. 13. júní 1903, d. 28. júní 1942, og Laufey Jörgensdóttir frá Reykjavík, f. 12. desember 1915, d. 24. september 1974.

Jörgen ólst upp með móður sinni í Reykjavík.
Hann nam við Stýrimannaskólann.
Jörgen var sjómaður, m.a. á Frey, á togaranum Röðli. Hann flutti til Eyja 1963 réri á Sæbjörgu VE með Hilmari Rósmundssyni, á Elliðaey VE með Gísla Sigmarssyni, á Vestmannaey VE með Eyjólfi Péturssyni, á Surtsey með Erling Péturssyni og Loga Snædal. Síðar eignaðist hann og gerði út trillubátinn Laufeyju Jörgensdóttur VE 23.
Hann vann einnig hjá Netagerð Ingólfs.
Hann bjó um skeið til netinnkaupapoka, sem hann seldi.
Þau Erla giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn og Erla átti barn frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í fyrstu á Reynifelli við Vesturveg 15b, síðan við Herjólfsgötu 9 og síðast við Bröttugötu 17. Þau fluttu til Þorlákshafnar 2003, bjuggu við Egilsgötu 21. Hann flutti til Eyja 2007, bjó við Áshamar 7.
Erla lést 2005.
Jörgen hefur dvalið í Hraunbúðum frá 2019.

I. Kona Jörgens, (23. desember 1969), var Guðlaug Erla Sigmarsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005.
Börn þeirra:
1. Þórunn Júlía Jörgensdóttir, f. 16. desember 1965, maki Ólafur Þór Snorrason, f. 23. ágúst 1968.
2. Auðunn Jörgensson, f. 3. júlí 1969. Barnsmóðir hans Dagmar Svava Jónsdóttir, f. 19. janúar 1970.
3. Laufey Jörgensdóttir, f. 8. ágúst 1975, maki Jónas Þór Friðriksson, f. 12. ágúst 1970.
Barn Erlu:
4. Sigmar Þröstur Óskarsson, f. 24. desember 1961, maki Vilborg Friðriksdóttir, f. 23. nóvember 1965.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.