Sigmar Þröstur Óskarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigmar Þröstur Óskarsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 24. desember 1961 í Eyjum.
Foreldrar hans Óskar Þórarinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. maí 1940, d. 2. nóvember 2012, og Guðlaug Erla Sigmarsdóttir, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005.

Sigmar Þröstur lauk skipstjórnarnámi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1999.
Hann varð sjómaður, m.a. skipstjóri og stýrimaður á Frá VE.
Þau Vilborg voru í sambúð, giftu sig 2010, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Höfðaveg.

I. Kona Sigmars Þrastar, (18. desember 2010), er Vilborg Friðriksdóttir húsfreyja, verkakona, f. 23. nóvember 1965.
Börn þeirra:
1. Friðrik Þór Sigmarsson stýrimaður, f. 30. september 1989. Kona hans Jenný Einarsdóttir Skagfjörð.
2. Erla Rós Sigmarsdóttir einkaþjálfari, f. 2. nóvember 1996. Maður hennar Magnús Möller.
3. Daníel Már Sigmarsson skólaliði, f. 26. apríl 2000. Sambúðarkona hans Sigríður Viktorsdóttir.
4. Andri Snær Sigmarsson nemi, f. 23. nóvember 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.