Guðlaug Erla Sigmarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðlaug Erla Sigmarsdóttir.

Guðlaug Erla Sigmarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, iðnverkakona fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1942 og lést 11. maí 2005.
Foreldrar hennar voru Sigmar Guðmundsson, sjómaður og útgerðarmaður frá Norðfirði, f. 28. ágúst 1908, d. 4. júlí 1989, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir, húsmóðir Vestmannaeyjum, f. 8. júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20. maí 1962.

Albróðir Erlu var Gísli Matthías Sigmarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 9. október 1937, d. 6. júní 2020.
Hálfsystkini Erlu, sammæðra, eru

Uppeldisbróðir Erlu er
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður, f. 23. mars 1946.
Systkini Erlu bjuggu öll í Vestmannaeyjum.

Erla vann verslunarstörf og við fiskvinnslu, en síðast vann hún í Kertaverksmiðjunni Heimaey.

I. Barnsfaðir Erlu var Óskar Þórarinsson skipstjóri, f. 24. maí 1940, d. 2. nóvember 2012.
Barn þeirra:
1. Sigmar Þröstur Óskarsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. desember 1961.

II. Erla giftist 23. desember 1969 Jörgen Naaby, sjómanni og útgerðarmanni, trillukarli, f. í Reykjavík 10. apríl 1940. Foreldrar hans voru Olfert Nåby, píanóleikari frá Reykjavík, f. 13. júní 1903, d. 28. júní 1942, og Laufey Jörgensdóttir, húsmóðir frá Reykjavík, f. 12. desember 1915, d. 24. september 1974.
Börn Erlu Og Jörgens:
2. Þórunn Júlía Jörgensdóttir, f. 16. desember 1965, maki Ólafur Þór Snorrason, f. 23. ágúst 1968. Börn: Arna Þyrí, f. 28. mars 1997, og Jörgen Freyr, f. 5. janúar 1999.
3. Auðunn Jörgensson, f. 3. júlí 1969. Barnsmóðir hans Dagmar Svava Jónsdóttir, f. 19. janúar 1970. Sonur þeirra Aron Jörgen, f. 11. ágúst 1991.
4. Laufey Jörgensdóttir, f. 8. ágúst 1975, maki Jónas Þór Friðriksson, f. 12. ágúst 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.