Lára Þorsteinsdóttir (Gunnarshólma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 21:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 21:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Lára Þorsteinsdóttir (Gunnarshólma)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir.

Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 14. desember 1943 á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37 og lést í febrúar 2002.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson frá Hafnarfirði, verslunarmaður, verkamaður, f. 14. janúar 1924 í Reykjavík, d. 13. október 2007, og kona hans Kristín Vestmann Valdimarsdóttir frá Gunnarshólma, húsfreyja, f. 23. júlí 1923 á Brekku við Faxastíg 4, d. 29. desember 1993.

Börn Kristínar og Þorsteins:
1. Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir, f. 5. september 1943 á Gunnarshólma, d. 12. janúar 2002.
2. Þorsteina Jóna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1945 á Gunnarshólma.
3. Elías Kristinn Þorsteinsson, f. 22. febrúar 1946 á Gunnarshólma.
4. Sveinn Þorsteinsson, f. 14. október 1950 á Gunnarshólma.
5. Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, f.19. júlí 1957 á Gunnarshólma, d. 7. nóvember 2006.
6. Vilborg Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1960 á Sjúkrahúsinu.
7. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 8. nóvember 1962 á Gunnarshólma.
8. Hrefna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1966 á Helgafellsbraut 18.

Lára varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960, lauk H.S.Í. í mars 1966.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum frá 15. apríl 1966 til 1. október 1968, á Barnaspítala Hringsins frá október 1968.
Lára giftist Andersen. Hún bjó í Danmörku 1986, flutti til Japans.
Hún lést 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.