Anna Sigríður Þorsteinsdóttir (Gunnarshólma)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Sigríður Þorsteinsdóttir.

Anna Sigríður Þorsteinsdóttir frá Gunnarshólma við Vestmannabraut 37, húsfreyja, starfsmaður á Reykjalundi fæddist 19. júlí 1957 á Gunnarshólma og lést 7. nóvember 2006 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson frá Hafnarfirði, verslunarmaður, verkamaður, f. 14. janúar 1924 í Reykjavík, d. 13. október 2007, og kona hans Kristín Vestmann Valdimarsdóttir frá Gunnarshólma, húsfreyja, f. 23. júlí 1923 á Brekku við Faxastíg 4, d. 29. desember 1993.

Börn Kristínar og Þorsteins:
1. Guðrún Elísabet Lára Þorsteinsdóttir, f. 5. september 1943 á Gunnarshólma, d. 12. janúar 2002.
2. Þorsteina Jóna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1945 á Gunnarshólma.
3. Elías Kristinn Þorsteinsson, f. 22. febrúar 1946 á Gunnarshólma.
4. Sveinn Þorsteinsson, f. 14. október 1950 á Gunnarshólma.
5. Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, f.19. júlí 1957 á Gunnarshólma, d. 7. nóvember 2006.
6. Vilborg Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1960 á Sjúkrahúsinu.
7. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 8. nóvember 1962 á Gunnarshólma.
8. Hrefna Þorsteinsdóttir, f. 18. janúar 1966 á Helgafellsbraut 18.

Anna Sigríður var með foreldrum sínum, á Gunnarshólma og Helgafellsbraut 18, flutti í Mosfellsbæ.
Hún starfaði á Reykjalundi í 12 ár og í íbúðum aldraðra í Mosfellssveit í 5 ár.
Þau Ólafur giftu sig 1998, eignuðust tvö börn og Ólafur átti þrjú börn frá fyrri samböndum. Þau bjuggu síðast í Byggðarholti 1b í Mosfellsbæ. Anna Sigríður lést 2006.

I. Maður Önnu, (7. ágúst 1998), er Ólafur Lárus Haraldsson, f. 19. febrúar 1954. Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson bifreiðastjóri, bóndi, bæjarstarfsmaður í Kópavogi, f. 9. október 1926, d. 12. apríl 2020, og Guðrún Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 10. janúar 1929, d. 31. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Tanja Íris Ólafsdóttir, f. 13. nóvember 1987.
2. Tinna Ýr Vestmann Ólafsdóttir, f. 1. júní 1993.
Börn Ólafs:
3. Benedikt Kristinn Ólafsson, f. 5. nóvember 1975.
4. Sandra Ólafsdóttir, f. 25. ágúst 1978.
5. Sonja Ólafsdóttir, f. 11. nóvember 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


.