Jón Hjaltason (lögfræðingur)
Jón Hjaltason frá Hólum í Nesjum A.-Skaft., lögfræðingur, fulltrúi, hæstaréttarlögmaður fæddist þar 27. maí 1927 og lést 7. desember 2017 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Hjalti Jónsson bóndi og hreppstjóri, f. 6. ágúst 1884, d. 21. júlí 1971, og kona hans Anna Þórunn Vilborg Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1893, d. 7. júní 1971.
Jón var með foreldrum sínum til 11 ára aldurs, en þá fór hann til móðurbróður síns séra Páls Þorleifssonar prests á Skinnastað í Öxarfirði og las þar undir menntaskóla.
Hann tók próf upp í 2. bekk í Menntaskólanum á Akureyri, lauk þar stúdentsprófi 1943, lauk lögfræðiprófi í Háskóla Íslands 1949, fékk héraðslögmannsréttindi 1953 og réttindi hæstaréttarlögmanns 1963.
Jón varð fulltrúi bæjarfógetans í Eyjum 1949 og bæjarlögmaður þar 1950. Hann rak málflutningsstofu í Eyjum frá 1961 og síðar í Reykjavík.
Hann var einn af stofnendum Húseigendafélagsins í Eyjum og stóð í forsvari fyrir það, kom að mörgum hagsmunamálum Eyjafólks.
Jón var lengi prófdómari í íslensku í Gagnfræðaskólanum.
Hann eignaðist barn með Klöru 1948.
Þau Guðfinna Steinunn Bjarney giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn og Steinunn átti áður eitt barn. Þau bjuggu í Bæ við Heimagötu 22, síðar við Háaleitisbraut 14 í Reykjavík.
Jón lést 2017 og Steinunn 2022.
I. Barnsmóðir Jóns var Klara Þorleifsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, f. 25. júlí 1926, d. 30. janúar 2011.
Barn þeirra:
1. Dr. Þorleifur Jónsson málfræðingur, kennari, bókavörður, f. 14. maí 1948. Kona hans Halldóra Andrésdóttir.
II. Kona Jóns, (31. desember 1954), var Guðfinna Steinunn Bjarney Sigurðardóttir frá Rauðseyjum á Breiðafirði, húsfreyja, kennari, f. þar 10. apríl 1929, d. 12. nóvember 2022.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1952. Maður hennar Hermann Einarsson.
2. Anna Lilja Jónsdóttir kennari, f. 16. febrúar 1954. Maður hennar Brynjólfur Garðarsson.
3. Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur, f. 20. júní 1959. Fyrrum kona hans Anna Elín Bjarkadóttir. Kona hans Helga Skúladóttir.
Barn Steinunnar og Arnar Gunnarssonar, f. 4. mars 1920, d. 15. september 1996:
4. Ómar Arnarson tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1950. Fyrrum kona hans Gróa Elma Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 14. desember 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.