Þóra Sigurjónsdóttir (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2022 kl. 16:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2022 kl. 16:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Þóra Sigurjónsdóttir. '''Þóra Sigurjónsdóttir''' frá Laugalandi við Vestmannabraut 53a, húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla fæddist 26. apríl 1939 á Seljalandi og lést 8. október 2022 á Hrafnistu í Hafnarfirði.<br> Foreldrar hennar voru Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. september 1911...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Þóra Sigurjónsdóttir.

Þóra Sigurjónsdóttir frá Laugalandi við Vestmannabraut 53a, húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla fæddist 26. apríl 1939 á Seljalandi og lést 8. október 2022 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. september 1911, d. 20. janúar 1999, og kona hans Guðlaug Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 1. mars 1918, d. 3. september 2010 á Sjúkrahúsinu.

Börn Guðlaugar og Sigurjóns:
1. Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, f. 26. apríl 1939 á Seljalandi, d. 8. október 2022.
2. Sigurgeir Línberg Sigurjónsson kaupmaður, verkstjóri, f. 15. mars 1941 á Höfðabrekku, d. 28. september 1993.
3. Guðmundur Sigurjónsson vélstjóri, síðar verkstjóri hjá sveitarfélginu Árborg í Árnessýslu, f. 27. september 1946 á Laugalandi.
4. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja í Eyjum, afgreiðslukona í Apótekinu f. 9. október 1951 á Laugalandi.
5. Sigurlína Sigurjónsdóttir húsfreyja, skólaritari, f. 15. maí 1959 á Laugalandi.

Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk skólaskyldunni 1953.
Þóra var fiskiðnaðarkona, síðar starfsmaður leikskóla í Reykjavík.
Þau Birgir giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast í Fögrubrekku í Kópavogi, en Þóra bjó síðast á Hrafnistu að Hraunvangi í Hafnarfirði.
Eyþór lést 2009 og Þóra 2022.

I. Maður Þóru, (11. maí 1958), var Birgir Eyþórsson leigubifreiðastjóri, f. 18. október 1935, d. 23. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Eyþór Árnason frá Pétursey í Mýrdal, sjómaður, síðar vaktmaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1892, d. 23. október 1970, og kona hans Margrét Pálína Einarsdóttir frá Þórustöðum í Óspakseyrarhreppi á Ströndum, húsfreyja, f. 2. júní 1909, d. 10. mars 2000.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Birgisson húsasmíðameistari, f. 24. janúar 1958. Kona hans Mjöll Kristjánsdóttir húsfreyja.
2. Eyþór Grétar Birgisson leigubifreiðastjóri, f. 17. mars 1961. Fyrrum kona hans Ingibjörg Ragnarsdóttir. Sambúðarkona hans Ásdís Ásgeirsdóttir leigubifreiðastjóri.
3. Guðlaug Birgisdóttir bókari, f. 4. febrúar 1963. Maður hennar Sigvaldi Einarsson ráðgjafi.
4. Birgir Birgisson sjómaður, f. 28. janúar 1967. Kona hans Elín Rósa Hansdótttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.