Sigurlína Sigurjónsdóttir (Laugalandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurlína Sigurjónsdóttir frá Laugalandi, húsfreyja, skólaritari framkvæmdastjóri fæddist þar 15. maí 1959.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. september 1911, d. 20. janúar 1999, og kona hans Guðlaug Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 1. mars 1918, d. 3. september 2010 á Sjúkrahúsinu.

Börn Guðlaugar og Sigurjóns:
1. Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, f. 26. apríl 1939 á Seljalandi, d. 8. október 2022.
2. Sigurgeir Línberg Sigurjónsson kaupmaður, verkstjóri, f. 15. mars 1941 á Höfðabrekku, d. 28. september 1993.
3. Guðmundur Sigurjónsson vélstjóri, síðar verkstjóri hjá sveitarfélginu Árborg í Árnessýslu, f. 27. september 1946 á Laugalandi.
4. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja í Eyjum, afgreiðslukona í Apótekinu f. 9. október 1951 á Laugalandi.
5. Sigurlína Sigurjónsdóttir húsfreyja, skólaritari, framkvæmdastjóri, f. 15. maí 1959 á Laugalandi.

Sigurlína var með foreldrum sínum.
Hún varð skólaritari. Þau Magnús reka fyrirtækið M. M. flutningar og kranar.
Þau Magnús giftu sig 2020, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Áshamar 89, búa nú við Búhamar 52.

I. Maður Sigurlínu, (26. september 2020), er Magnús Sigurnýjas Magnússon frá Læknesstöðum á Langanesi, bifreiðastjóri, framkvæmdastjóri, f. 26. maí 1956.
Börn þeirra:
1. Signý Magnúsdóttir endurskoðandi, einn af eigendum Deloiette, f. 22. febrúar 1978. Sambúðarmaður hennar Hermann Guðmundsson.
2. Birgir Magnússon sjómaður, f. 5. júlí 1984. Sambúðarkona hans Guðný Ósk Guðmundsdóttir.
3. Guðjón Vídalín Magnússon sjómaður, járnsmiður, f. 28. febrúar 1986, d. 10. september 2018. Barnsmóðir hans Alexandra Evudóttir.
4. Magnús Sigurnýjas Magnússon stúdent, stuðningsfulltrúi, f. 27. desember 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.